Gerir það Bandaríkin mikilfenglegri að banna góða bíla?

Donald Trump virðist ekki skilja af hverju útlendir bílar seljast svo vel þar í landi sem raun ber vitni. Ekki er það vegna þess að þeir séu svo ódýrir, heldur einfaldlega vegna þess hvað þeir eru góðir og tæknilega vel gerðir og saman settir. 

Strax á sjöunda áratugnum söng Janis Joplin bæn til Guðs um að gefa henni Mercedes-Benz og hitti naglann á höfuðið. 

Þegar Japanir og Þjóðverjar réttu úr kútnum eftir heimsstyrjöldina og fóru að mokselja minni, sparneytnari og endingargóða bíla en amerísku bilanagjörnu bensínhákana á bandaríska markaðnum reyndu Kanar að svara með bílum eins og Ford Pinto, Chevrolet Vega og AMC Pacer, sem í flestum bílabókum eru í minnum hafði fyrir það hve mislukkaðir þeir voru. 

Mercedes-Benz S og Lexus 400 réðust síðan á höfuðvígið sjálft, lúxusbílamarkaðinn, og tóku forystuna þar. 

Gamalgróin gæðamerki frá því um miðja öldina eins og Pontiac, Oldsmobile, De Soto og Plymouth lögðu upp laupana í kringum síðustu aldamót. 

Þeirri aðferð Trumps að stöðva innflutning á útlendum bílum með því að setja á þá eins konar refsitoll, og hækka með því verðið á þeim upp úr öllu valdi má líkja við það að í landsleikjum Kananna í knattspyrnu við erlend landslið, fái aðeins níu menn að vera í útlendu liðunum og það muni "gera Bandaríkin stórfengleg á ný."   


mbl.is Hótar 20% tollum á evrópska bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eiga bandarískir ekki bróðurpartinn af bilasmiðjum Evrópu með beinum eða óbeinum hætti

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.6.2018 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband