Aðdáunarvert afrek Eiríks Inga. "Let it be done!"

Það er meira en að segja það að halda meira en 25 km/klst meðalhraða í meira en tveggja sólarhringa hjólreið.  Eiginlega lítt skiljanleg þolraun að fara svona langa vegalengd á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. 

Innilega til hamingju, Eiríkur Ingi Jóhannsson! 

Ég veit örlítið um viðfangsefnið, því nógu erfitt fannst mér sem 15 ára unglingi að hjóla á 20 km meðalhraða frá Reykjavík upp að Bifröst í Borgarfirði, sem þá voru 156 kílómetrar. 

Vegurinn var mjör og krókóttur malarvegur en hjólið "Hraðfari" (Hægfari miðað við nýjustu keppnishjólin) var með þrjá gíra og fjaðrandi framgaffal.

Farið var af stað með tvær fullar töskur af mat, festar á hliðar bögglaberans, og var fæðið uppurið þegar komið var í Melasveit. 

Hringvegurinn er átta sinnum lengri og maður svitnar við tilhugsunina eina. 

Ætla að setja inn tónlistarmyndbandið "Let it be done!" á facebook en þar eru meðal annars þessar línur í þessu lagi, sem varð til í tilefni af WOW Cyclothon:   

 

"Let it be done! Come on, let´s have fun! 

On a mission to a fight that must be fun!

 

We are the generations that start cleaning up the Earth! 

We are the geneations that shall give new vision birth! 

By spurting over obstacles up every slope and hill

with ever grówing endurance and strength and faith and will!..." 

 

 

 


mbl.is Eiríkur Ingi rústaði fyrra meti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband