7.7.2018 | 12:39
"Esjuleiðin" virkilega enn við lýði?
Árið 1976 varð sú framför í rallakstri frá fyrsta rallinu 1975, að nú var ekin ein sérleið þar sem vegarslóðinn var það torfær, að á þeirra tíðar rallbílum var ekki hægt að ná 70 km meðalhraða á henni, og því fengu menn refsistig.
Þetta var ekki löng leið, svona eins og örlítill hluti af hálendisslóða, en markaði samt tímamót hvað þetta varðaði.
Ég hafði kynnst henni í kringum 1960 og á einum stað var hægt að fara í smá prívat útilegu.
Hún var kölluð "Esjuleið" af því hún lá frá Skeggjastöðum vestur með rótum Esju vestur á Vesturlandsveg og var yfirleitt ekin frá austri til vesturs.
Í mínum huga mætti vel varðveita hana í núverandi mynd á þeim kafla sem hún liggur yfir óbrúaða læki og ár og leggja alveg nýjan veg fyrir ábúandann við leiðina sem býr skjalfest í 116 Reykjavík.
Einstaka sinnum má hugsa til þess að varðveita þótt ekki væri nema örlitla kafla af fornum leiðum í því ástandi sem þær voru.
Útvörður borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.