11.7.2018 | 09:41
Þar kom að því. En bara á einum stað.
Eftir margra áratuga reynslu af Grjótagjá hlaut að koma að því að eitthvað yrði til bragðs að taka til þess að binda enda á umgengnina um eina af þekktustu náttúruperlum landsins sem hefur verið þjóðarskömm.
Þá rifjast upp fjölmargar sjónvarpsfréttir um svipað, sem fluttar hafa verið.
Geysir. Viðtal fyrir meira en 20 árum við erlendan Íslandsvin, sem segir að umgengnin um Geysissvæðið sé þjóðarskömm. Hún er það enn.
Bithagi hesta við Laxnes fyrir 25 árum. Nauðbitið og nítt land, margir ferkílómetrar. Er það enn.
Lakagígar fyrir um 20 árum. Einn af helstu ráðamönnum þjóðarinnar stendur fyrir margra tuga hrossa hestaferð þvert yfir viðkvæmta náttúru svæðisins í trássi við bannskilti. Ekkert var gert.
Strútslaug um svipað leyti. 110 hestar fara í einni fjöldafeð um svæðið, sparka allt út, og menn skilja eftir mannasaur og klósettpappír. Talsmaður þessara afreksmanna telur þetta hafa verið sjálfsagt mál. "Það hefur verið riðið um þetta svæði frjáls og óhindra í þúsund ár" er svarið.
Krepputunga fyrir fimm árum. Spólað hefur verið utan vega í marga hringi í gulum vikri og stórt svæði sparkað út af bílum, sem róta þannig í vikrinum, að stór og áberandi svartur vikur undir eim gula kemur í ljós. Í umræðu á netinu var sagt að þetta væri bara hver annar sandur og ekkert við þetta að athuga.
Listinn er mjög langur um stórfelldan uppblástur af völdum fjárbeitar á óbeitarhæfum afréttum. Frá því að þjóðargjöfinn svonefndu 1974 var kyrfilega eytt á örfáum árum hefur verið kosið þrettán sinnum til Alþingis. Ekkert hefur verið gert til að útvega Landgræðslunni lagaleg tæki til að hamla gegn þessari stóru þjóðarskömm.
Núna heyrist viðkvæðið að það séu bara erlendir ferðamenn, sem um sé að kenna.
Vitanlega er misjafn sauður í mörgu fé, en ótal dæmi sýna, að Íslendingar hafa reynst fullfærir um að fara svona með verðmætt land sitt.
Virðingarleysið er algjört | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú gleymdir einu og það er Laugarnesið. Þar er steyptur steinkumbaldi án leyfis í fjörunni og risa kvönn og kerfill breyða úr sér. Ekkert gert með Álit Umboðsmanns borgarbúa sem kemst að því í niðurstöðum sínum að fyrirmæli og samþykktir varðandi óleyfis framkvæmdir, hafi ekki komið til fullnustu.
Jón forseti var skrifari Steingríms biskups, biskupshóllin skemmdur. Jón forseti var við sjálfsnám þarna og er talið að við þessi störf hafi færni hans aukist og hann tamið sér öguð vinnubrögð við skriftir og skjalagerð sem hafi komið honum að notum í sjálfstæðisbaráttunni.
Ekkert sem minnir á dvöl Sigurðar Ólafssonar sem söng kjark í íslenska sjómenn og var svo vel klæddur á hestamannamótum að menn héldu að hann væri moldríkur. Nú er hver maður í sparifötum ef hann kemur með tryppi á hestamót.
Og Guðni bóndasonur skrifar lærðar bókmenntir um Hallgerði langbrók sem bjó þar og bæjarhóllinn ekki sleginn hvað þá beðaslétturnar og embættismenn horfa í gaupnir sér og aðhafast lítið.
Og svo Sigurjón Ólafsson sem var innvinklaður í hugmyndafræði andspyrnu hreyfingu gegn nasistum í Danmörku á sinni tíð og seinni heimstyrjöldinni.
Það er stór saga í Laugarnesinu skal ég segja ykkur.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.7.2018 kl. 10:37
Það er kostar alltaf meiri vinnu að stýra, stjórna og leiða
heldur en að loka, læsa og banna
ég vorkenni landeigendum en ætti Dagur að
loka miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna slæmrar umgengni
Grímur (IP-tala skráð) 11.7.2018 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.