Var ég fullur 2006?

Ég hef þjáðst af samfalli í baki lengi, en lagðist í rúmið af þess völdum 1994 og varð að aflýsa því að koma fram á skemmtun. 

Engin lækning fannst við þessu þá og hefur ekki fundist enn, en ástand baksíns er svo misjafnt og ófyrirsjáanlegt, að einstaka sinnum kenni ég mér ekki meins, en er öðrum stundum illa haldinn. 

Bakið hefur heldur skánað ef eitthvað er síðustu árin af því að ég hef lært að fara þannig að við störf mín og ekki síst við legu í rúmi á næturnar, að það fari sem skást með bakið. 

Þegar það hefur komið fyrir að ég hef fengið "kast" hefur vönduð meðferð háskólamenntaðs manns í nálastungum og sjúkraþjálfun bjargað ástandinu fyrir horn. 

Verst var ástandið seinni part árs 2006, og eftir mjög erfitt tímabil síðsumars og allt fram í október, var svo komið austur á Kárahnjúkasvæðinu að ef ég datt, sem tvisvar gerðist, gat ég með engu móti risið hjálparlaust á fætur. 

Nú sér maður mikla sjálfskipaða sérfræðinga halda því fram að bakveiki geti alls ekki lýst sér eins og kom fram hjá Jean-Claude Juncker á leiðtogafundi NATO. 

Hafa allir þessir vitringar sjálfir verið bakveikir?

Vel kann að vera að Juncker hafi verið drukkinn á NATO-fundinum, en það kemur mér á óvart að menn skuli útiloka allt annað en fyllirí. 

Að minnst kosti kannast ég ekki við að hafa verið svona fullur 2006 að ég gæti ekki staðið á fætur. 


mbl.is Bakveikur - ekki fullur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Nei, Ómar, ÞÚ varst ekki fullur. Því að ólíkt Juncker þá ert þú ekki fyllibytta.

Það er sama hvaða samkunda það er sem Juncker kemur til, hann er alltaf í því, alltaf slagandi og tungukyssandi allt og alla á meðan hlegið er að honum. Á síðasta myndbandinu hlær Katrín Jakobsdóttir að honum. Hún myndi ekki gera það ef hann væri bakveikur.

Það er almennt vitað að blautir alkar eru í bullandi afneitun og gefa alltaf einhverjar upplognar skýringar fyrir hegðun sinni. Venjulegir menn (og konur) með bakveiki (t.d. ég sjálfur og þú, Ómar) tökum verkjatöflur og förum til kírópraktors, en drekkum okkur ekki fulla. Ef við gerðum það í sífellu, yrðum við reknir úr vinnu og flæmdir burt af fundum.

Ókosnir embættismenn eins og Juncker eru hins vegar aldrei látnir sæta ábyrgð. Að hugsa sér að hann er einn valdamesta persóna í Vestur-Evrópu. En það truflar mig ekkert. Bara enn einn nagli í líkkistu ESB.

Aztec, 13.7.2018 kl. 18:56

2 identicon

Það vita allir að Jean-Claude Juncker er alkóhólisti, búinn að vera það lengi. Hann er sjúklingur. Spurningin er hversu lengi hann hangir í embættinu. En það að mörlandinn sé að setja sig á háan hest, ein msta brennivínsþjóð álfunnar, hlýtur að koma mörgum spánskt fyrir sjónir. Hef upplifað sendiherra og ambassdora Íslands erlendis blindfulla. Hef sjáfur orðið að styðja þá.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.7.2018 kl. 21:09

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kötu var líka byrlað eitur. Pútín stendur á bak við þetta - enginn vafi.

Jean_Claude_Juncker_stumbles_and_Kata_fumbles

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.7.2018 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband