"Íslandsbaninn" orðinn "Króatíubaninn"?

Í byrjun útsláttarkeppninnar á EM 2016 skoraði Paul Pogba dýrmætt mark gegn Íslandi, sem gerði í raun út um vonir okkar til að komast lengra. 

Nú endurtekur hann leikinn hér með því að hefja sókn með draumasendingu og enda sóknina sjálfur með frábæru marki. Og rétt á eftir bætir hinn eldingarhraði samherji hans við öðru marki. 

Ef hægt var að tala um Paul Pogba sem "Íslandsbanann" frá EM 16 væri hægt að bæta Króatíu við Ísland. 

En rétt í þessu var besti markvörðurinn á HM fram að þessu, fyrirliði franska liðsins, að gera ótrúleg mistök og viðhalda markaregninu sem þegar er komið í þessum fjöruga úrslitaleik. 


mbl.is Frakkar eru heimsmeistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forseti Frakklands mættur ráðmenn Íslands mótmæla einir heima í rigningunni á Íslandi allir aðrir mættu?

Pussy Riot uppáhald Jón Gnarss eftir að þær sýndu píkuna og pissuðu í kirkjunni hlupu inn á leikvanginn - vonandi verða þær sendar til Síbaríu

Grímur (IP-tala skráð) 15.7.2018 kl. 17:27

2 identicon

Króatar voru ótrúlegir á þessu móti Ísland var eina liðið á HM í Rússlandi sem náði að jafna á móti þeim í leik sem gat dottið Íslandi í vil en eins og flestir vita var heppnin ekki með okkur Króatar unnu með tveimur mörkum gegn einu í Rostov 26.júni sl. í frábærum leik sem sannar þegar horft er yfir sviðið í Rússlandi hversu gott íslenska landsliðið var á HM 2018. 

Baldvin Nielsen HM fari

B.N. (IP-tala skráð) 15.7.2018 kl. 19:45

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Úrslit leikja Íslands og Króatíu síðustu tvö árin eru rós í hnappagatið fyrir Ísland. En Króatía fór reyndar í framlengingu í allri útsláttarkeppninni fram að úrslitaleiknum sjálfum. 

Ómar Ragnarsson, 16.7.2018 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband