16.7.2018 | 12:14
"Stærsta vandamál mannkynsins." Bravó, Trump!
Haft er eftir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í frétt í Fréttablaðinu í morgun, að kjarnavopn séu stærsta vandamál mannkynsins.
Bravó, Trump! Það var mál til komið að einhver kvæði upp úr með þetta, þótt það blasi raunar við og hafi gert það í hálfa öld.
Því að þetta er ekki aðeins hárrétt heldur er grundvallarkenningin á bak við hina hrikalegu kjarnavopnaeign Bandaríkjamanna og Rússa fáránlegasta undirstaða í heimspólitík sem um getur í mannkynssögunni.
Árið 1983 munaði hársbreidd að hafið yrði gereyðingarstríð sem hefði getað drepið allt líf á jörðinni, eða í það minnsta allt mannlíf.
Bilun í tölvu í aðvörunarkerfi Sovétmanna olli því, að á skjánum birtist fjöldi eldflauga á leið frá Bandaríkjunum til Sovétríkjanna, og umhugsunarfresturinn til að ákveða gagnárás, var talinn í mínútum.
Sem betur fór ákvað maðurinn, sem var á vakt við aðvörunarkerfið, að hunsa viðvörunina og veðja frekar á bilun en að hinn herskái Reagan hefði látið hefja árás.
Með þessu tók maðurinn fram fyrir hendurnar á yfirvöldum í Moskvu og var rekinn fyrir bragðið.
Undirstaða svonefnds ógnarjafnvægis felst í þeirri forsendu að hvor aðilinn um sig geti trúað hinum til að hefja árás og fékk heitið og réttnefnið MAD (Mutual Assured Destruction), lauslega þýtt GAGA á íslensku (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra).
Til þess að gereyðingin sé algerlega tryggð eiga kjarnorkuveldin nú nægilega mikið af kjarnavopnum til geta eytt óvinaþjóðinni fimm sinnum hið minnsta!
Og Trump sagði skömmu eftir valdatöku sína að þjóðaröryggi Bandaríkjanna væri ekki tryggt nema að að Kanar gætu eignast það miklu stærra vopnabúr en Rússar, að þeir gætu eytt Rússum einu sinni oftar en Rússar gætu eytt Bandaríkjamönnum!
Og þar með eytt öllu mannlífi, - eins og það sé einhver huggun hvort maður geti verið drepinn oftar en einu sinni!
Þungt yfir leiðtogunum við upphaf fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maðurinn hét Stanislav Petrov og lést í fyrra. Mér hefði þótt vel viðeigandi að hann hefði verið tengdur við friðarverðlaun Nóbels með einhverjum hætti.
https://en.wikipedia.org/wiki/Stanislav_Petrov
Ragnar Kristján Gestsson, 16.7.2018 kl. 12:37
Þessi hugsunarháttur er afskaplega "alþýður". En alþýðan hefur aldrei haft vitið með sér, enda trúir 99% mankynsins á Jólasveininn.
Bandaríkjamenn, Rússar og Kínverjar eru ábyggilega keppinautar ... en að þeir séu óvinir, er bara heimskulegt. Þessi lönd, deila með sér þekkingu á öllum stigum.
Kjarnavopn eru engin (MAD) Fyrirbrigði, því hvorki Rússar, Bandaríkjamenn eða Kínverjar munu nokkurntíma ógna hvorum öðrum slíkt, að til slíks kæmi.
Kjarnorkuvopn, eru "trygging ræningjabarónanna" fyrir því að þeir geti eytt heimskum almúganum, ef til þess kemur. Þú og Ég, erum Gíslar stórveldanna ... og þó svo að þau noti þetta aldrei gegn hvorum öðrum, þá hafa öll þessi ríki þróað kjarnavopn sem eru nothæf, og hafa verið notuð. Rússar hafa meira að segja þróað "Ramjet", og fleira er ábyggilega í bígerð þar sem "kjarnorka" er annars vegar.
Þegar "Dóni" Trump, talar um kjarnorkuvopn sem "vandamál". Þá er það ekki vegna þess að hann "sjái" þau sem vandamál, nema að því leiti að þau hindra hann í að geta verið "Dictator" og "Dictatum" hvað Rússar eigi eða eigi ekki að gera. "Dóni" Trump getur talað niður til Íslendinga, en neyðist til að tala við Rússa sem "jafningja".
Allir aðrir aðilar, sem tala um "kjarnokruvopn" sem vandamál, tala út frá sama sjónarhorni. Í þeirra augum, er það "vandamál" að til séu sterkir aðilar sem ekki er hægt að skipa fyrir verkum. Miklu betra að búa um sig eins og villimann og geta "klofið manna og annan í herðar niður". Enda "grunt" í Víkingablóðið hjá Íslendingum ... að eigin mati.
Í þessu samhengi, má halda áfram ... á sömu braut.
Byssur eru vandamál, því ef þú nýðist á einhverjum getur hann skotið þig. Þvílík bölvun, að menn geti "varið" sig með byssum.
Sjálfstæð ríki eru Vandamál, því þau geta sagt ESB að fara norður og niður. En ef ESB er með stærra lið, geta þeir engu að síður troðið á heimskum Íslendingum ... með innrás, og troða bullið ofin í liðið, með töng og hamri.
Bara af því, að við erum fámennir og aðrir telja miljónir ... eigum við bara að éta skít og þakka fyrir, ekki satt. Nei, og aftur NEI. dettur ekki slíkt í hug ... til þess eru vopn, til að koma í veg fyrir að "mannfjöldinn" get troðið á þeim fáu ...
Örn Einar Hansen, 16.7.2018 kl. 14:24
Samkvæmt Svarfdælasögu var Klaufi á Klaufabrekkum drepinn þrisvar ef ég man rétt.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.7.2018 kl. 14:49
Donald Trump er "moron", ómenntaður með öllu og veit ekki hvað "culture" er. Maðurinn á bágt og honum líður ekki vel í embættinu. Honum ofvaxið og það er honum ljóst.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.7.2018 kl. 15:06
Þvert á móti Haukur. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr hefur Trump nefnilega tekist að komast ansi vel frá þessu embætti. Mælikvarðinn á það er hins vegar ekki sá hvað mér eða þér finnst um frammistöðu hans, heldur hvað kjósendum finnst. Og raunin er sú að stuðningur við hann fer bara vaxandi - alveg sama hvaða asnastrik hann gerir. Það má jafnvel segja að honum hafi tekist að færa út mörk þess hvers konar framkoma er við hæfi forseta BNA. Hlutir sem vöktu mikla hneykslan fyrst eftir að hann tók við eru eiginlega hættir að vera neitt sérstakt fréttaefni núna.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.7.2018 kl. 16:34
Donald Trump hefur nú engar prófgráður. Hann er grófur og hryssingslegur, enda kominn í báðar ættir af bláfátæku fólki. Hann er svo ruddalegur að hann snýr jafnvel rassinum í bretadrottningu
Móðurafi hans var kotbóndi og "trillukarl" frá Hebridseyjum, en föðurafinn var þýskur, frá smábænum Kallstadt í Pfalz. Hann stakk af til Ameríku, ungur af árum, til þess að sleppa við herþjónustu. Hann náði sér reyndar í konu frá heimabæ sínum og virðist hafa verið talsverður töggur í henni, enda vegnaði þeim hjónum vel í nýja heiminum
Nágrannar Kallstadt segja að íbúarnir þar séu "Angeber und Sprücheklopfer", sem kannski mætti útleggja sem "montrassar og gapuxar", en sjálfsagt er það bara af öfundsýki.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.7.2018 kl. 17:39
Hvaða kellingatal er þetta um Trump hann er þetta og hann er hitt. Það þýðir ekkert aðþvíbara kellingavæl varðandi skoðanir um æðsta mann veraldar sem hann er.
Talið um þekktu fyllibyttuna Júnker og þessa ESB kalla og gerið samanburð ef þið hafið þá brein til þess.
Valdimar Samúelsson, 16.7.2018 kl. 18:28
Donald Trump er flottur og hefur hingað til verið með betri forsetum USA
ótrúlegt hvað fólk lætur fordóma og hjarðhegðun falsk-fréttafólks stýra sér og stjórna
Grímur (IP-tala skráð) 16.7.2018 kl. 18:29
Donald Trump á sér nær enga stuðningsmenn lengur í USA. Nema fámennur "rednecks" hópur í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þekki þau ríki nokkuð vel, bjó fyrir mörgum árum í hálft annað ár í New Orleans. Yngri sonur minn er þar fæddur. Í Evrópu, Mið-Evrópu, vill enginn lengur sjá kallinn eða fá í heimsókn. Orðnir leiðir, hundleiðir á frekju hans og ignorance. Það er einkum á Íslandi sem sjalla-dúddar kunna að meta þennan kjána. Mér óskiljanlegt með öllu. Einhver barnalegur pólitískur rétttrúnaður.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.7.2018 kl. 21:39
Þetta er rangt hjá þér Haukur. Stuðningur við Trump nú er 45%. Á bak við það stendur nú tæpast aðeins "fámennur "rednecks" hópur...". Og fylgið við hann hefur farið stöðugt vaxandi það sem af er þessu ári. Þetta má til dæmis sjá hjá Gallup, hér: https://news.gallup.com/poll/203198/presidential-approval-ratings-donald-trump.aspx
Þetta eru bara staðreyndir um stuðning hans heima fyrir. Evrópumenn hafa ekki kosningarétt í BNA og viðhorf þeirra skiptir hann því litlu. Enda er fókusinn hjá honum aðeins á stöðuna heima fyrir eins og Björn Bjarnason lýsir mjög vel í þessari grein: http://www.bjorn.is/dagbok/trump-let-nato-fundinn-snuast-um-sig. Þarna hittir Björn naglann á höfuðið enda má það vera hverjum manni ljóst sem fylgist með bandarískum stjórnmálum að Trump er yfirgengilega sjálfhverfur og allar hans ákvarðanir og viðhorf snúast um það eitt hvernig hann sjálfur kemur út opinberlega.
Eitt sannleikskorn er hins vegar í þessu hjá þér. Það er að hörðustu stuðningsmenn Trumps eru að stórum hluta fólk sem lætur sig staðreyndir litlu varða ef þær stangast á við þess eigin fordóma.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.7.2018 kl. 22:54
Ómar minn. Nú eru mjög margir uppteknir við að rífast um Trump og Pútín.
Meira að segja hér á Íslandi baktjalda blekkingaleikstjóranna mafíugjörspilltu, þykjast sumir þurfa að fara bæði í vestur og austur til að hneykslast á öðrum körlum og kerlingum í fjarlægðinni? Kannski til að veita athyglinni frá glæpamafíunni grímubúningaklæddu hér á Íslandi? Er það ekki álíka og að sækja drullupolla-vatnið óhreina, yfir mórauðan heimabæjarlækinn í vorleysingum?
Hvenær ætla fjölmiðlar að segja frá því opinberlega að grímuklæddir og klónaðir leikarar hafa tekið stjórnina á Íslandi og víðar í veröldinni?
Eða þykjast þeir fjölmiðlar ekkert vita hvað er raunverulega að gerast í jarðheiminum? Hvers konar þöggunar og blekkingarugl er þetta hér á blessaðri ,,Móður Jörðinni´´?
Góð tilbreyting frá glæpsamlegu kúgunarleikstjóra lygabulli sumra fjölmiðla að horfa á stutt (leikið eða raunverulegt?) myndband á youtube. Svo jarðtengingar-rætur siðmennskunnar mannlegu týnist og gleymist ekki alveg endanlega, í fjöl-lyga-miðlanna siðblindugræðginni tortímandi.
Engin lifandi og al-mennsk vera né dýr getur lifað án jarðtengingar róta á einhvern hátt. Kannski ekki meiningin, (hjá strákunum/stelpunum í bak-götunni faldavaldsins), að svo margir lifi af? Nú, þegar allir peningarnir stolnu og áhættuspila-vítaköstuðu, eru foknir út í veður og vind til annarra hnatta og vídda, í formi öskudufts?
Klónaðra-fjöldaframleiðslu-gauragangurinn, og hálf-vélmenna-grímubúninga-gauragangurinn hálf-sjálfvirki, gæti kannski að einhverju leyti hálf-lifað og hálf-virkað við svona hálf-jarðtengt tortímingar-rugl. Hálf-lifað og vinnu-virkað á rafmagninu allskonar í geimnum, endurnýttri drulluolíu, sílikon-núðlum úr endurunnum "vísinda"-læknasamþykktum gölluðum frönskum brjóstapúðum, og "ódýrum" ("upprunalands")-Kína-plast-hrísgrjónum úr uppskeru endurunnins fjöruplasts með EU-"tollafríðindum"? Alveg næstum "frítt" fæði frá tollasamninga-tæru-snillinga-fræðingum heimsins?
Alveg fríkeypis? Eins og illa blekkt barnið í sinni einlægni sagði um einhverskonar "gefins" fyrsta skammt !
Eða þannig!
Hér er myndbandið stutta sem er þess virði að horfa á núna, mitt í öllum Trump og Pútin, hneykslunar-fjölmiðlaða hirðfíflagangs-leikritunum.
youtube: president Trump host an event honoring the native American code talkers
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2018 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.