Trump líklegur til að "taka Harley-Davidson á" BMW og fleiri?

Donald Trump sagði um daginn að hann myndi setja alveg sérstaka refsitolla eða skatta á Harley-Davidson fyrir að ætla að flýja með framleiðslu sína frá Bandaríkjunum til að vera samkeppnisfærir í Evrópu. 

Til að "gera Ameríku máttuga á ný setti Trump meira en 200 prósenta tolla á innfluttar smáþotur frá Kanada, af því að Kanadamenn eru greinilega ekki þess verðugir að vera taldir með Ameríkönum sem geri Ameríku máttuga á ný. 

Glæpur þeirra fólst í því að höfða til ákveðins markhóps kaupenda á 70-140 farþega þotum með nýrri og hugvitsamlegri hönnun, sem áður hefur verið lýst hér á síðunni. 

Sem sagt: Hiklaust refsað fyrir amerískt hugvit og hönnunarsnilli ef hún kemur ekki frá Bandaríkjunum. 

Nú framleiða bílaverksmiðjur í eigu BMW, Benz og fleiri 1,8 milljón bíla árlega í Bandaríkjunum, og Trump hyggst gera Ameríku máttuga á ný með því að hrekja þessa framleiðslu úr landi! 

 


mbl.is BMW flytur hluta framleiðslunnar frá BNA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband