Menn einbeittum brotavilja geta menn "ruglast á" langreyði og steypireyði.

Það sannar ekkert út af fyrir sig að segja að "ekki sé hægt að ruglast á langreyði og steypireyði" eins og Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. heldur fram. 

Meðan tæknilega er hægt að veiða steypireyði, er hugsanleg veiði á steypireyði ekki útkljáð mál.

Það er ekki að fullu upplýst fyrr en búið er að rannsaka það til hlítar. 

Hitt er svo annað mál, að varðandi það hvort steypireyður hafi verið veidd í trássi við bann og þar með stundað sakhæft athæfi, gildir meginregla réttarfars um það að allur vafi skal túlkaður sakborningi í vil. 

Stórhvalaveiðar Íslendinga sýna hins vegar alvarlega brotalöm í þjóðfélagi okkar, þar sem níðþröngir hagsmunir og úrelt viðhorf fá enn að leika lausum hala á kostnað heildarmyndarinnar og almannahagsmuna. 


mbl.is Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er meira en tæknilegt að gera blending langreyðar og steypireyðar að steypireyði.

Ragnhildur Kolka, 17.7.2018 kl. 10:33

2 Smámynd: Haukur Árnason

Þú segir; " gildir meginregla réttarfars um það að allur vafi skal túlkaður sakborningi í vil. " Eigum við þá ekki bara að sjá til.
Ég skil ekki af hverju þið, mörg hver, eruð á móti hvalveiðum. Manstu eftir þegar selveiðarnar voru að mestu bannaðar. Ég var úti í Noregi þegar þeir voru búnir að éta allt upp norður frá og komu æðandi suður með ströndinni, þoldu ekki þörungagróðurinn og drápust umvörpum. Var talað um 70-80 þúsund sem drápust. Það verður að halda Langreyðunum innan eðlilegra marka, annars verður ekkert æti fyrir Steypireyðinn.
Nema allir hætti að veiða fisk.

Haukur Árnason, 17.7.2018 kl. 10:41

3 identicon

Kristján Loftsson, holdgervingur hversdagsleikans, sjalla-dúddi, "ignorant as hell", en á fullt af seðlum og valtar yfir allt og alla. Skutlar hvali við strendur landsins, bara því honum finnst það svo skemmtilegt, gott ef ekki fyndið. Og Kata, Ari Trausti og sjálfur umhverfisráðherrann sætta sig bara við þetta. Bíða bara eftir næsta "payday.". Vesalingar. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 11:46

4 identicon

Var á Hvað 3 sumarið 1959, eftir að bann við veiðum á steypireyði gekk í gildi. Sáum nokkar steypireyðar um sumarið, langreyður er veulega minni en steypireiður, 55-70 fet og ca. 55-70 tonn á móti 65-90 fet og allt að 100 tonn.

Þegar Kristján segir ekki unnt að villast á langreyði og steypureyði (fyrir vana) byggist það sjálfsagt m.a. á því að bakið á stypureyði er miklum mun breiðara en á langreyði. Jafnvel skussi eins og ég gat ekki villzt á því, eftir að hafa einu sinni séð bak steypireyðar. 

Lögfræðlegt tal um sekt og sýknu, ef í ljós kemur að hvalurinn hafi verið steypireyður, veður vonandi hvorki útkljáð í athugasemdadálkum hérlendis eða erlendis né heldur í þingsölum, en í dómsal.

Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 13:46

5 identicon

Athyglisvert að lesa athugasemdir Haukanna tveggja hér að ofan, Árnason talar af viti og yfirvegun, en Kristinsson, sem greinilega á móti veiðum, kemur einungis með lágkúrulegt og aumkunarvert persónulegt skítkast út í fólk sem ekki hugsar eins og hann.

Ég, kannski greinilega, styð hins vegar nýtingu allra stofna lífkeðjunnar sem nýtanlegir eru. Hvorki kýr né hvalir eru heilagri öðrum náttúrunnar gjöfum í mínum huga. 

Hvaladýrkendur mega stunda sín trúarbrögð fyrir mér, en endilega viðhafið kurteisi og látið fólk í friði sem ekki aðhylllast hvalakirkjuna.

Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 13:52

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er orðinn langreiður út í alla þessa umhverfisverndarfasista.

Theódór Norðkvist, 17.7.2018 kl. 19:05

7 identicon

Ómar minn. Kannski best að segja sem minnst um það sem maður skilur ekki að geti verið réttlætanlegt. Veiðar og viðskipti eru ósýnileg undir yfirborðinu á sjó og landi, og þar af leiðandi óskiljanleg fyrir almenninginn skattpínda og þrælandi.

Ætla samt að leyfa mér hér að spyrja alla hvalafriðunarsinna og aðra í mannaheiminum undarlega stýrða um sumt óútskýrt?

Hvers vegna eru augljóslega hálf óþekktar hvalategundir hafsins friðaðar af mikilli umhyggjufyrirhöfn og múgæstri innlifun, meðan manneskjur á jörðinni eru veiddar og seldar á heimsmarkaði sem þrælar, eða sem líkamspartar til vísindaskuðlæknamafíu-stjóra?

"Sjúkra-húsin" eru fyrir.....?

Lög-berg er næstum við hliðina á Drekkinga-hyl, á Þingvöllum. Mæta á Þingvöll á morgun, þann 18 Júlí 2018, til að endurlífga fornaldar villimennskuna lög-legu hjá drekkinga-hyl? Hvaða falda vald jarðar stjórnar eiginlega svona fornaldarlegri vitleysu?

Reikna ekki með að þessum óþægilegu spurningum mínum verði svarað. Enda skiptir það meira máli að fólk spyrji sjálft sig og svari sjálfu sér, samkvæmt heiðarlegri eigin frelsis sannfæringu hjartans. Og standi heiðarlega með sjálfu sér og sinni hjartans sannfæringu.

Guð almættisgóðu alheimsorkunnar verndi og blessi það góða í öllum ólíkum og varnarlausum mennskunnar jarðarbúum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 22:01

8 identicon

Sæll Ómar.

Það er þessi ný-sósíalismi
sem allt eins mætti nefna umhverfisfasisma
sem er afhjúpaður hvað best í lagi Todmobile, Stúlkan:

http://mp3star5.download/play/todmobile-st%C3%BAlkan/nalcYVSdzf8.html

Húsari. (IP-tala skráð) 18.7.2018 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband