24.7.2018 | 22:04
Taka bara Trump á þetta og reka veðurfræðinga heimsins?
Í fyrravetur sagði Donald Trump það vera brýna nauðsyn að reka þá vísindamenn úr störfum, sem breiddu út "falsfréttir" um hlýnandi veður og ráða í staðinn "alvöru" vísindamenn sem kæmust að réttum niðurstöðum.
Trump sagðist hafa litið út um gluggann og séð að það snjóaði í New York. Það þyrfti ekki frekar vitnanna við.
Vísindamenn heimsins væru að skara eld að eigin köku fjárhagslega og fá sér aukin verkefni með því að hagræða mælingum og vinna fyrir "40 þúsund fífl í á ráðstefnu í París".
Fyrir fjórum árum fór það eins og eldur í sinu hjá skoðanabræðrum Trumps í loftslagsmálum, að óyggjandi sannanir væru fyrir því að loftslag á jörðinni "færi hratt kólnandi" og hafísinn þendist út.
Hafi verið ástæða til að skipta út vísindamönnum fyrir fjórum árum og einnig í fyrra hlýtur það verkefni að vera enn brýnna en nú þegar til þess að rétta kúrsinn af.
Ekki seinna vænna og bæta við að reka fjölmiðlamenn, sem dreifa fréttum og myndum sem eiga ekki rétt á sér, og ráða "alvöru" fjölmiðlamenn, sem segja réttar fréttir.
Norðmenn hafa fengið nóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líklega meira en 80 hafa látist vegna elda í Grikklandi. Eignartjón er gífurlegt. Löng þurrkatíð og vindur hafa gert allt slökkvustarf erfitt. Eldarnir verða líklega þeir mannskæðustu á þessari öld. Ekki bætir þetta ástandið hjá vinum mínum í Grikklandi.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.7.2018 kl. 23:36
Vandmálið við "loftslagsvísindin" sem allir eru að pissa á sig af ótta vegna er að þau hafa ekki forspárgildi frekar en tarot.
Það hefur reynst vonlaust að koma því í hausinn á fólki, vegna þess að fyrir ykkur er þetta trúarbrögð. Og eins og fyirr öll góð trúarbrögð eru allir sem efast bara infidels og púaðir niður.
Og svo er bara allt rök með trúarbrögðunum: það kemur sumar á ykkur og þið segið: Sko! að er að verða hnattræn hlýnun af mannavöldum!
Það kemur vetur og þið segið: Sko! að er að verða hnattræn kólnun af mannavöldum!
Það kemur rigning eða rok eða hitabylgja og þið segið: þetta er ljóslega allt syndum mannanna að kenna! Fuss á ykkur!
Ásgrímur Hartmannsson, 25.7.2018 kl. 05:37
""Fyrir fjórum árum fór það eins og eldur í sinu hjá skoðanabræðrum Trumps í loftslagsmálum, að óyggjandi sannanir væru fyrir því að loftslag á jörðinni "færi hratt kólnandi" og hafísinn þendist út.""
Þarna ert þú Ómar Ragnarsona að ljúga upp á annað fólk skoðunum. það er ljótur leikur.
Ég og Trump erum skoðanabræður í umhverfismálum og okkur finnst báðum frekar líklegt að jörðin sé að hlýna meðal annars vegna athafna manna þó við vitum það ekki fyrir víst.
Við teljum okkur samt vita með sæmilegri vissu að það sem þú og þínir líkir viljið gera til að bregðast við vandanum er svo og illa út hugsað og vitlaust að betra að gera ekkert.(fórna öllu fyrir minkun á CO2 útblæstri)
Guðmundur Jónsson, 25.7.2018 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.