Lævísir svikahrappar.

Óvenjulegur póstur barst mér í fyrradag frá Símanum. Þar var mér sagt frá því að ég hefði fyrir misgáning greitt sömu símaskuldina tvisvar, en auðvelt væri að kippa þessu í lag með því að smella á tengil, sem gerði bakfærslu mögulega. 

Sem betur fór ákvað ég að rekja þetta mál í heimabankanum og kom þar í ljós að ég hafði aðeins greitt þetta gjald einu sinni. 

Hjá símanum fengust þau svör að þarna væru á ferðinni erlendir svikahrappar sem sæktu mjög á Símann og Valitor til þess að véla fé út úr fólki með því að komast yfir upplýsingar um reikninga þeirra og nýta sér það. 

Full ástæða er til að varast þetta glæpahyski og láta ekki glepjast af gylliboðum eða skipunum, sem minnsti vafi er á að komi frá svikahröppum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, ekki skemmtilegt.

Þessi hugbúnaður sem gerir þetta kleyft Ómar, er framleiddur af þeim sérfræðingum sem sagðir eru verandi á tröppunum með sjálfkeyrandi bíla. Allt veltur á að smella ekki á eitt atriði af þúsund í lífi fólks á bara einum degi. Sé það gert, getur heimur eins einstaks notanda eða þúsund manna fyrirtækis, lagst í rúst.  

Það þarf ekki að hugsa stíft til að sjá að öll tölvun veraldar er að komast í þrot, bæði tæknilega séð og tilvistarlega sem koncept. Tölvun á ekki langt eftir eins og hún er. Múrinn nálgast. Þetta er allt ónýtt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.7.2018 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband