Stefnt að stórframkvæmd í gegnum öll vatnsverndarsvæðin.

Eitt af þeim atriðum, sem blasa við vegna lagningar risaháspennulínu þvert í gegnum öll vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins, er að framkvæmdirnar við þessar línur fela í sér ekki aðeins mikið umhverfisrask, heldur einnig mikla umferð stórvirkra vinnuvéla. 

Þeir sem ætla sér að fara þarna í gegn hafa ekki tekið í mál að breyta neinu í sambandi við þessar framkvæmdir, hvorki varðandi það að leggja línuna eða línurnar í jörðu né að fara aðra leið með þær. 

Sem fyrr en suðað um að þessar stórframkvæmdir þurfi vegna afhendingar rafmagns til íslensks almennings og fyrirtækja, þótt við blasi, að það er áframhald stóriðjustefnunnar sem krefst þessa. 

Og hefur nú nýlega fengið á silfurfati þá stefnuyfirlýsingu Bjarna Benediktssonar að álverin eigi að njóta algers forgangs í hvívetna á Íslandi. 


mbl.is Moka þarf upp jarðvegi á slysstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband