Rætt var í fullri alvöru að "gefa" þeim Uganda.

Í kringum aldamótin 1900 var rætt um það í fullri alvöru hjá nýlenduveldunum að "gefa" Gyðingum Uganda til þess að bæta þeim það upp, að þeir voru hraktir frá Palestínu 1800 árum fyrr. 

Þessi fyrirætlun lýsir vel því hugarfari, sem þá ríkti og ríkir að miklu leyti enn gagnvart "hinum vanþróuðu þjóðum" heimsins. 

Ekki þarf annað en að lesa Biblíuna til að sjá, að Gyðingar hafa ævinlega talið sig vera Guðs útvalda þjóð, sem eftir för þeirra undir sýn Mósesar frá Egyptalandi til "fyrirheitna landsins" eigi kröfu á því að ráða yfir "landinu helga" við botn Miðjarðarhafsins, sem sjálfur Guð hafi heitið þeim. 

Gyðingar eru að sönnu afburða lýðræðisþjóð á okkar tímum, sem hefur átt fjölda afreksfólks innan sinna raða bæði nú og í gegnum aldirnar. 

En hvernig það gefi þeim rétt til að útfæra Zíonisma sinn á þann hátt sem í gildi er, að leggja skipulega undir sig land og hrekja aðra í burtu af frá eigum sínum og landi næstum tvö þúsund árum eftir að Gyðingar voru hraktir þaðan, á sér enga hliðstæðu í sögunni. 

Fram að árinu 1000 áttu sér stað miklir þjóðflutningar í Evrópu, fyrst á tímum þjóðflutninganna miklu og síðar á víkingatímanum, sem breyttu samsetningu þjóðanna. 

Undarlegt væri ef einhverjir hópar gætu tekið upp á því nú að telja sig eiga kröfu á að "leiðrétta" búsetu á þessum þjóðflutnginasvæðum 11100 til 1900 árum seinna og koma þeim í fyrra horf. 

Eða gætum við Íslendingar krafist þess að fá aftur í okkar hendur það land í Vestur-Noregi ásamt olíuverðmætum þess, sem landnámsmenn Íslands hröktust frá fyrir ellefu hundruð árum?

Við stofnun Ísraelsríkis hröktust 700 þúsund Arabar frá heimilum sínum og urðu flóttamenn.

Við stofnun Ísraelsríkis var meðal annars beitt hryðjuverkum, svo sem að drepa sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna, Svíann Folke Bernadotte. 

Síðar á öldinni fóru Palestínumenn að beita hryðjuverkum, einkum eftir ósigurinn mikla í stríðinu 1967. 

Eftir Seinni heimsstyrjöldina vildu Evrópuþjóðir, neðal annars Rússar, þrúgaðar af samviskubiti eftir hina hrikalegu og hræðilegu helför, bæta fyrir það, en í staðinn fyrir að gera það heima fyrir, var ákveðið að gefa Gyðingum land í Palestínu. 

Eftir næstum tvö þúsund ára þrautagöngu á leið til hins fyrirheitna ríkis er nú unnið markvisst að því að koma því á, með svonefndum "landnemabyggðum" og með því að ná sig undir eigum Palestínuanna, sem losna við fráfall palestínskra hús- og landeigenda. 

Því var eitt sinn lýst vel í þættinum 60 mínútur. 

Með múr á milli þjóðanna er stunduð apartheid stefna þar sem hin útvalda afburða þjóð er öðru megin við múrinn en hið óæðra vandræðafólk hinum megin. 

Innan vébanda Ísraelsríkis eru Arabar 30 prósent íbúa, sem hafa notið kosta vestrærns lýðræðis í landi, þar sem unnin hafa verið afreki við nýtingu lands og uppbyggingu ríkis með vestrænu sniði.

En þessir Palestínumenn innan Ísraels, eru nú að byrja að finna fyrir nýjum lagasetningum, sem geri þá að annars flokks þegnum í vaxandi mæli. 

Héðan af verður þeirri niðurstöðu varla breytt friðsamlega að tvö ríki verði þar sem áður var Palestína. Tveggja ríkja lausnin miðar að því að þau geti lifað hlið við hlið í friði. 

En því miður stefna mál í öfuga átt. 


mbl.is Svara með stækkun landnemabyggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Upphafleg áætlun Nasista var að flytja alla gyðinga til Madagaskar, sem var frænsk nýlenda undir þeirra valdi. Þessari áætlun var hætt þegar sýnt var að orrustan um bretland tapaðist. 1940 tóku nasistar upp plan b til lausnar "vandanum" með skelfilegum afleiðingum sem allir þekkja og veldur gárum til dagsins í dag og um langa framtíð.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.7.2018 kl. 10:18

2 identicon

Antisemitismus í Austurríki í kringum 1890. 

Wir füttern in Österreich vier Millionen Juden, welche nichts arbeiten.."Hinaus mit den Juden aus Österreich, dann wird es in Österreich wieder wunderschön und gut sein...Warum soll dieses gottverfluchte Gesindel nicht von Erdboden vertilgt werden?

"Was der Jude will, ist einerlei, in der Rasse liegt die Schweinerei."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.7.2018 kl. 11:19

3 identicon

Það er mikið rætt um hörmungar palestinskra flóttamanna sem fengu hvergi höfði sínu að halla eftir að hafa flúið frá heimahögum sínum 1948.

Minna er rætt um svipaðan fjölda Gyðinga sem urðu að yfirgefa heimahaga sína þar sem forfeður þeirra höfðu búið um árþúsundir. Má þar t.d. nefna Írak, þar sem Gyðingar hafa búið síðan í herleiðingunni til Babýlon, og Alexandríu en þar bjuggu þeir frá stofnun hennar.

Allir Gyðingar voru reknir frá þeim hluta Palestínu sem Jórdanir lögðu undir sig 1948 og fengu ekki að koma til  helgistaða sinna í Jerúsalem.

Segja má að öll Arabalönd hafi verið gerð "Judenfrei"

Munurinn á landflótta Gyðingum og Palestínuaröbum er sá að Gyðingarnir fengu heimili í Ísrael, en Palestínuarabar hafa þurft, kynslóðum saman, að búa í flóttamannabúðum í nágrannalöndunum. Skiptir þá ekki máli þó að þeir séu nánast samlandar þeirra, en Palestína var hérað í sv. Sýrlandi fram á 20. öld.

Því furða ég mig á að sjá að flóttamenn sem hafa fengið hér hæli skuli kvarta undan því að fá ekki ríkisborgararétt eftir tveggja ára dvöl her á landi. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 27.7.2018 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband