Fjöldi íbúða í byggingu er til lítils, ef verðið er allt of hátt.

Það er staðreynd að ákveðinn flótti ungs fólks er í gangi frá Reykjavík og jafnvel höfuðborgarsvæðinu í heild til Suðurnesja og Árborgar. 

Þetta finnst jafnvel á eigin skinni. Ég og systkini mín áttum heima vestan Elliðaáa á yngri árum. 

Yfirgnæfandi meirihluti barna okkar hefur hins vegar haslað sér völl austan Elliðaáa og uppi í Mosfellsbæ. 

Og nú er þriðja kynslóðin að birtast, og hún er suður í Reykjanesbæ. 

Ástæðan er skortur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík, sem ungt fólk og tekjulágt fólk ræður við. 

Svimandi hátt verð er þröskuldurinn sem þetta fólk kemst ekki yfir.

Ég var áðan að spjalla við einn af þeim sem enn er með atvinnustarfsemi á svæðinu austast á Laugavegi. Hann sagðist hafa heyrt að stefnt væri að því að leggja alla atvinnustarfsemi þar niður,  reisa þar íbúðabyggð og meira að segja mjókka Laugaveginn um helming.  


mbl.is Ný íbúðahús rísa hvert af öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband