"Engin þjónusta." Gott net- og farsímakort óskast, - takk!

Um aldir hefur staðið yfir þróun í gerð landakorta, sem við njótum nú í formi korta, sem leiðbeina okkur um hvaðeina. 

En síðan farsiminn kom til sögunnar eru aðeins liðin augnablik samanborið við þann langa tíma sem landakortin hafa þróast. 

Ég byrjaði á þessum bloggpistli fyrir um hálftíma eftir að hafa byrjað á leit að heppilegum stað á nágrenni Sauðárflugvallar á Brúaröræfum fyrir netsamskipti með notkun lykils, svona svarts kubbs, sem kemur tölvu í samband við netið. 

Þessi svarti lykill er merktur með stöfunu HUAWE, sem mér skilst að sé nafn á Suður-Kóresku fyrirtæki, sem hefur sett sér það markmið að verða búið að ná ráðandi stöðu á sviði netþjónustu og fleira eftir áratug. 

Ég hef ekki áður haft tíma á ferðum um þetta svæði til að leita að heppilegum blettum, en undanfarin ár hef ég verið i hreinum vandræðum með netsamskipti, allt frá Holuhraungosinu í aðeins tíu mínútna fjarlægð á flugi frá flugvellinum, en þá hefði verið gott að geta sent frá sér myndir og komast í bærilegt facebook- eða netpóstsamband. 

Eftirgrennslan hjá símafyrirtækinu leiddi í ljós, að stöð uppi á Sauðafelli við norðanvert Snæfel hefði verið lögð niður og aðrar tvær settar, önnur suður af Snæfelli en fjallinu fyrir vestan Hrafnkelsdal. 

Við þetta hafði sambandi á BISA (alþjóðleg skammstöfun fyrir Sauðárflugvöll) hrakað svo mjög, að aðeins var hægt að tala í síma, og það ekki einu sinni á öllum flugvellinum. 

Leitin í kvöld fékk snubbóttan endi í fyrstu atrennu. Til að byrja með var ágætt símasamband en afar lélegt og seinlegt netsamband. 

Og allt i einu birtist á HUAWE-lyklinum: "No service", engin þjónusta. 

Ég varð því að hætta við og fara að leita að skárri stað. 

Er nú staddur á honum og vona að detta ekki aftur út fyrirvaralaust.  

Leitin að öruggum sambandsstað sennilega rétt að byrja. 

Svona á ekki aðeins við úti á landi, heldur er "merkið" í sjálfri Reykjavík afar misjafnt. 

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er merkið afar veikt uppi á Borgarholti við Spöngina þar sem ég bý, og meira að segja dettur farsíminn stundum út. 

Þó stendur húsið uppi á hæð þar sem sést um allan sjóndeildarhring höfuðborgarsvæðisins. 

Mikið væri nú gott að sima- og netfyrirtækin tækju sig nú til og útbyggju gott kort yfir þær stöðvar og mannvirki um allt land, sem skipta máli á þessu sviði. 

Og á þessu korti væri líka hægt að sjá hvar væri kominn ljósleiðari. 

Rafhleðslustöðvakort er komið á koppinn strax í upphafi þeirrar byltingar. 

Net-og farsimakort óskast, - takk! Og mikið hlakka ég til að víðar verði hægt að senda frá sér tölvupóst, ljósmyndir og kvikmyndir. 

P.S. Staðurinn, sem ég skrifa þennan bloggpistil á er hæðin, þar sem fyrrum stóð verktakaþorp Kárahnjúkavirkjunar. Kannski gefst tími til að leita að betri stöðum vestan við Kárahnjúka. En ég er fyrst og fremst að leita að stað sem næst BISA. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju er Sauð´rflugvöllur ekki þarna.

https://www.isavia.is/fyrirtaekid/vidskiptavinir/adrir-flugvellir/flugvellir-og-lendingarstadir

mm (IP-tala skráð) 29.7.2018 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband