Í lagi, af því að þeir eru "þægir"?

Sú var tíðin að Gamal Abdel Nasser var aðal Arabaskelfirinn, þjóðnýtti Súez skurðinn og hafði forgöngu um stríð við Ísrael. 

Anwar Sadat, eftirmaður hans, kúventi, fór fræga ferð á fund í Knessetinu, þingi Ísraelsmanna og gerði friðarsamning við Begin. Báðir fengu Friðarverðlaun Nóbels og Egyptar fengu Sínaískagann. Sadat gerðist síðan alráður í Egyptalandi og fékk samt gæðastimpil vesturveldanna af því að hann var "þægur." 

Þegar "Arabiska vorið" skall á upp úr 2010 komust heittrúaðir múslimar til valda í Egyptalandi, steyptu Mubarak einræðisherra og stefndu hraðbyri í múslimskt alræðisríki. 

Herinn steypti þá stjórninni, sem hafði verið kjörin í kosningum, og nú er enn verið að hreinsa hressilega til með fjöldaaftökum, 

Nýja alræðisstjórnin er hins vegar "þæg" við vesturveldin,- hún er "okkar megin" í því kaldrifjaða valdatafli, sem alþjóðastjórnmál eru, og því virðist vestrænum ráðamönnum skítsama um þessa ógnarstjórn á sama tíma og Íransstjórn er úthrópuð. 

"Svona er Ísland í dag" sagði Jón Ársæll. 

"Svona er heimurinn í dag" væri hægt að bæta við.  


mbl.is 75 dæmdir til dauða í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, og svona var heimurinn í gær og fyrragær.

Það er ekki einungis að þessir dómar séu grimmilegir, þeir eru líka mjög heimskulegir. Þessara manna verður minnst sem píslarvotta um ókomna framtíð, verði þeir teknir af lífi, og aftökur þeirra kynda undir hefndarhug.

Óþarft er að minnast á stríðið í Sýrlandi sem staðið hefur í sjö ár með ólýsanlegum hörmungum.

Árið 1982 gerði Bræðralag múslima uppreisn í borginni Hama í Sýrlandi. Hafez Assad barði hana niður með harðri hendi. Sagt er að allt að 40 þús. manns hafi fallið þar í valinn. Ég minnist þess ekki að þessa atburðar hafi verið getið í fjölmiðlum, enda stóð borgarastríðið í Líbanon þá sem hæst með morðunum í Sabra og Shatíla.

Gamli Assad þótti víst nokkuð harður í horn að taka, en hann var þó virtur af mörgum allt til dauðadags.

En ekki má nú gleyma honum Saddam Hussein í Írak, sem sagður er hafa slátrað allt að 300 þús. samlöndum sínum og þótti hentugt að nota eitur til þess.

George W. Bush Bandaríkjaforseti gerði það glappaskot að fara í illa undirbúna innrás til þess að hrekja Saddam Hussein frá völdum.

Íslenskum ráðamönnum varð það á að gera Ísland að "viljugri þjóð" sem hefði velþóknun  á þessari innrás.

Þessum íslensku ráðamönnum verður það víst seint fyrirgefið. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 29.7.2018 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband