Þegar hvalkýr synti með nýfæddan kálf, sem plastið drap.

Eitt af mörgum áhrifaríkum myndskeiðum í náttúrlífsmyndum Davids Attenboroughs í vetur, var af því þegar hvalkálfur drapst af því að innbyrða plast. 

Myndir náðust af því þegar móðir kálfsins synti með hann dauðan og hegðaði sér líkt og um mannlegt sorgarferli eða umhyggjuferli væri að ræða. 

Þetta átakanlega myndskeið var áminning um hvernig mannkynið hegðar sér gagnvart náttúrunni og talar um "skynlausar skepnur" þegar sífellt fleiri dýr og fuglar líða mikla nauð að óþörfu af mannavöldum. 

Hefur þó verið leitt í ljós að margt er líkt með skyldum, manninum og öðrum spendýrum. 

Fyrir um 30 árum var ég viðstaddur réttarhald í Reykjavík vegna hvalveiða. 

Deilt var um hvort eða hve miklar þjáningar hvala væru þegar þeir væru veiddir og dauðastríðið tæki margar mínútur, allt upp í hálftíma. 

Málið var sótt gegn hvalveiðimönnum, og mig minnir að það hafi verið notað til að sýkna hina ákærðu á grundvelli þess að allur vafi skuli jafnan túlkaður sakborningi í vil.  

Oft er gert gys að anfóf dýraverndurfólks gegn illri meðferð dýra og það sakað um óhemjuskap og tilfinningasemi. 

Í framhaldinu er þessu fólki enginn skilningur sýndur, né heldur skilingur á því af hverju boðleg meðferð á dýrum er lýst sem "mannúðlegri." 

Og vanlíðan fólks við að verða vitni að miklum kvölum, þjáningum dauðastríði flokkuð undir aumingjaskap. 

Er hægt að yppta öxlum sem ekkert sé, þegar horft er yfir þau svæði, sem fara stækkandi, þar sem fuglar liggja þúsundum saman ýmist dauðir eða heyjandi dauðastríð af völdum plastáts?

 

 


mbl.is Syndir með hræ kálfsins um hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband