5.8.2018 | 14:05
Enn eitt dæmið um "eitthvað annað". Konur á barneignaaldri.
Í meira en þúsund ár var það grundvöllur byggðar á Íslandi að framleiða efnisleg gæði.
"Bókvitið verður ekki í askana látið" var orðtak, sem var algilt, og réði áfram hugsunarhætti okkar allt fram á 21. öldina.
Þegar Sovétríkin hrundu og þar með iðnaður á Akureyri, sem flutti út vörur í austurveg, var eina ráðið, sem menn komu auga á, að reisa risaálver norðan við bæinn.
Aðeins það gæti "bjargað Norðurlandi." Allt annað, "eitthvað annað", væri vonlaust.
Ekkert álver reis, en stofnaður var háskóli og ljós kom að það var einmitt "eitthvað annað" sem varð megin drifkrafturinn í þeim vexti, sem síðan hefur ríkt á Akureyri.
Svipað, en enn stærra, gerðist þegar efnahagslífið hrundi 2008. Stóriðjan var talin það eina sem gæti bjargað okkur og "eitthvað annað" kom ekki til greina og var púað niður.
Ekkert risaálver reis í Helguvík en mestu verðmæti landsins, mannauðurinn og einstæð náttúra, sem höfðu verið töluð niður sem hið vonlausa "eitthvað annað", skópu öflugasta atvinnuveg þjóðarinnar.
Íslensku þjóðgarðarnir skapa til dæmis það, sem skiptir máli, störf fyrir konur á barneignaaldri.
3,8 milljarðar á ári renna í gagnum ferðaþjónustuna inn í Snæfellsjökulsþjóðgarð, þar af tæpir tveir milljarðar árlega beint inn á svæðið sjálft.
Íbúum á Flateyri fjölgar um 20% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er orðið allt of mikið af þessu háskóladliði,ekkert fyrir þetta lið að gera er það útskrifast, svo það þarf að búa til ný störf fyrir það sem skila engri verðmætasköpun fyrir þjóðina.
Það sem þarf er að efla iðnmenntun og fækka blýants nögurum.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.8.2018 kl. 16:12
Það sem gerir Sviss að velmegunarlandi er ekki síst eftirfarandi; öflug og fjölbreytt iðnaðar- og matvælaframleiðsla sem og ferðamannaþjónusta. Hátækna iðnaður, sem skapar störf fyrir fólk með góða menntun, ekki síst verkmenntun. Aðeins 20-25% nemenda taka stúdentspróf, hinir í verkmenntun. Efnaiðnaður, t.d. framleiðsla á lyfjum (Novartis, La Roche, Sandoz, Syngenta etc) er afar sterkur, samt er vélaiðnaður í fyrta sæti, ekki síst "precision instruments." Því er Sviss í dag ríkasta land heims, eiginlega stórveldi, en ekki vegna náttúruauðlinda, ekki vegna banka eða Toblerones, heldur vegna framleiðslu sem byggist á rannsóknum og nýsköpun. Með bestu Háskólum í heimi og líklega bestu og fjölbreyttustu verkmenntun sem þekkist.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.8.2018 kl. 16:38
Vel mælt, Haukur, og kær þökk fyrir þetta.
Ómar Ragnarsson, 5.8.2018 kl. 17:50
þegar efnahagslífið hrundi 2008 var það stóriðjan og sjávarútvegur sem hélt okkur á floti. Þetta "eitthvað annað", sem samanstóð af tillögum til fjallagrasatínslu og vettlingaprjóns, hafði ekki orðið að veruleika umhverfisverndarsinnum til mikilla vonbrigða. Et til að reyna að endurskrifa söguna hafa þeir eignað sér fjölgun ferðamanna og afneita nú fjallagrasatínslunni sem þeim var svo kær.
Ríkidæmi ferðaþjónusturíkja er vel þekkt, Spánn, Portúgal, Grikkland o.s.frv. Og er samanburður við ríkin sem hafa byggt sitt á stóriðju augljós, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, o.s.frv. Stóriðjan hefur verið undirstöðu atvinnuvegur og grunnur undir öflug efnahagskerfi og framþróun. En ferðaþjónustan hefur hvergi leitt til þróunar og framfara og er í eðli sínu atvinnuvegur sem þrífst á lægstu launum og skilar lágmarks framleiðni. Ferðaþjónusta skapar mikla vinnu frekar en háar tekjur.
Íslensku þjóðgarðarnir skapa það, sem Ómar telur að skipti máli, störf fyrir konur á barneignaaldri. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er opinn allt árið. Tveir starfsmenn eru í föstu starfi, þjóðgarðsvörður og sérfræðingur. Annar er kona.
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er á fjárlögum og er rekinn með framlögum úr ríkissjóði.
Það var mat nema í umhverfis- og auðlindafræði að 3,8 milljarðar á ári renni í gegnum ferðaþjónustuna inn í Snæfellsjökulsþjóðgarð, þar af tæpir tveir milljarðar árlega beint inn á svæðið sjálft. Stutt er síðan við sáum mat nema á virðisaukaskattinum og ástæður þess að ritgerðir nema eru ekki áreiðanleg gögn.
Hábeinn (IP-tala skráð) 6.8.2018 kl. 02:59
Þessar "upplýsingar" um Sviss eru svo augljóslega rangar að ég eiginlega verð að benda á það.
Framleiðsluiðnaður stendur undir 25% af GDP Sviss en þjónustuiðnaður 75%. Í þjónustuiðnaði Sviss er banka- og tryggingastarfsemi stærst. Landbúnaður er innan við 1% af GDP Sviss. Einfalt Gúgl skilar þessum niðurstöðum frá vefsvæðum sem hægt er að treysta.
Magnús (IP-tala skráð) 6.8.2018 kl. 07:45
https://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_Switzerland
Rangt hjá þér Magnús (07:45), hvaðan hefur þú þessar tölur? "In 2003, the financial sector comprised an estimated 11.6% of Switzerland's GDP and employed an approximately 196,000 people (136,000 of whom work in the banking sector); this respresents about 5.6% of the total Swiss workforce." Þessi tala, 11.6%, hefur lækkað og er í dag ca. 10.5%. Til viðbótar við það sem ég skrifaði hér fyrir ofan má geta þess að Sviss land leigjenda í Evrópu. Tæplega 60% íbúa Sviss eru leigjendur. Hef sjálfur haft íbúð í leigu í nær 15 ár og allan þennan tíma hefur leigan ekki hækkað um einn Franka.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2018 kl. 12:34
Kom einmitt við á Akureyri fyrr í dag, á leið suður. Það er gaman að sjá nýjar byggingarframkvæmdir í miðbænum þar sem greinilega er lögð áhersla á að byggja hús sem falla vel að umhverfi sínu og fegra það. Með hverju árinu verður Akureyri fallegri bær. Því miður er ekki hægt að segja sama um miðbæ Reykjavíkur.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.8.2018 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.