Staðan í keppninni ekki alveg skýr. Nýja mælingu?

Hins sérkennilega keppni í fjallahæð í Svíþjóð milli suður- og norðurtinds Kebnekasie, sem háð upp á sentimetra, snertir Íslendinga að því leyti, að þetta hæsta fjall Svía hefur verið álíka hátt og Hvannadalshnjúkur á Öræfajökli hjá okkur Íslendingum. 

Hann var allt fram á daga Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra auglýstur með 2119 metra hæð yfir sjávarmáli. 

En ef ég man rétt, auglýsti Halldór það á tröppum Stjórnarráðshússins að nýjustu GPS-mælingar sýndu, að hnjúkurinn hefði lækkað um níu metra og væri 2110 metra hár. 

Þessi tilkynning var gefin út fyrir 13 árum, og þegar litið er á myndir af Hvannadalshnjúki sést vel, að kollur hans er snjór en ekki berg, og að þess vegna lækkaði hann með hlýnandi veðurfari. 

Af þessum sökum vaknar spurningin um hvort hnjúkurinn hafi haldið áfram að lækka og sé jafnvel orðinn lægri en Kebnekaise, því að norðurtindur þess fjalls verður ekki bráðnun snævar að bráð í sama mæli og suðurtindurinn. 

Það ruglar dæmið ef til vill lítillega, ef þetta er orðin spurning um sentimetra, að vegna léttingar Vatnajökuls rís land nú á Suðausturlandi, þar með talinn Hvannadalshnjúkur. 

Hvað önnur íslensk fjöll áhrærir, er enginn vafi á ferðum. Bárðarbunga var síðast þegar fréttist 2009 metrar eða um hundrað metrum lægri en Hvannadalshnjúkur og Kverkfjöll 1920 metrar. 

En spurningin er hvort ekki sé komið tilefni til að mæla hæð Hvannadalshnjúks á ný. 

Þetta er aðeins keppni milli Svía og Íslendinga, því að Norðmenn eiga hæstu tindana, Galdhöppingen og Glittertind. 


mbl.is Nýr tindur krýndur hæsta fjall Svíþjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spurning hvað gerist svo ef hann gýs...

Guðmundur Ásgeirsson, 8.8.2018 kl. 13:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég held að ekki hafi orðið gos úr honum á sögulegum tíma, heldur annars staðar á þessu næststærsta eldfjalli Evrópu. 

Ómar Ragnarsson, 8.8.2018 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband