12.8.2018 | 15:15
"Mikill erill" án ölvunar á "Act alone", ("Leikur einn").
Eftir að hafa farið Vestfjarðahringinn í fyrra á litlu Honda vespuvélhjóli, var tilvaldið að fara hann aftur núna, en í þetta skiptið á bíl konunnar og samferða henni og hafa meðferðis sama hljómflutningsbúnað og á hjólinu í fyrra.
Farkosturinn er þó að því leyti í stíl við vélhjólsferðalagið í fyrra að þegar konan fékk sér hann, var það ódýrasti og einfaldasti sparibaukurinn á íslenska markaðnum.
Þessi þriggja daga ferð hjá okkkur er búin að vera einstaklega yndisleg, besta veður sumarsins og í gærkvöldi einstök upplifun fyrir mig að taka þátt í átaki eins manns, sem breytir árlega þorpi í standandi þriggja daga listahátið þar sem allar, bókstaflega allar listir fá rými.
Í gamla daga var Suðureyri í harðri samkeppni hjá Sumargleðinni við Fáskrúðsfjörð og Skúlagarð um þá viðkomustaði sumarsins, þar sem best stemning og best aðsókn væri.
Í gærkvöldi var hægt að endurlifa þessa stemningu fyrir húsi fullu út úr dyrum, þótt í þetta skipti mætti vegna fyrirkomulags "Leikur einn" (Acta alone) aðeins einn Sumargleðimaður vera á sviðinu og deila gleði með samkomugestum í álíka langan tíma og gert var á skemmtunum Sumargleðinnar.
Ég er því nú á leið suður með hrærðu hjarta og þakklæti fyrir að fá að njóta samveru með þessu góða og glaða fólki eftir 33ja ára hlé.
En ekki síður er aðdáunarvert hvernig einn maður, Elfar Logi Hannesson, hefur komið svona þriggja daga hátíð á koppinn 15 sumur í röð.
Erill og ölvun allmikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.