Vandi á höndum. Hól fyrir Dynjandisheiðina.

Vegirnir tveir sem liggja yfir Þingvallahraun eru börn síns tíma og svæðið komið á Heimsminjaskrá, sem gerir það skiljanlegt að vandasamt sé að laga þá að stóraukinni þungaumferð af völdum fjölgunar ferðafólks.Léttir, Hrafnseyrar heiði 

Vegurinn yfir Dynjandisheiði, já, öll leiðin milli Flókalundar og Þingeyrar var líka barn síns tíma fyrir hálfri öld. 

Í fyrrasumar fór ég þessa 70 kílómetra löngu leið á litlu Honda vespuhjóli og sagði mínar farir og annarra ekki sléttar um það komast þennan ótrúlega óveg, sem þá var beinlínis hættulegur vegna hörmulegs ástands síns. Léttir, holur á vegi nr.60

Í skrifunum um veginn var bent á það, að engin afsökun væri fyrir því að lagfæra hann ekki, því að ekki stæði til að leggja þessa leið niður og löngu kominn tími á endurbætur. 

En í gær fór ég sömu leið og tel fulla ástæðu til þess að taka ofan fyrir Vegagerðinni fyrir það hve mjög hún hefur lagt sig fram um að lappa upp á veginn, þó að það sé augljóslega ekki létt verk að laga svona slitið mannvirki. 

Holuþvottabrettin eru horfin og sárafáar djúpar holur eftir. Í stað þess að einbreiðu brýrnar væru með hættulegar bríkur og brúnir við sitt hvorn enda sinn, er nú hættulaust að bruna yfir allar brýrnar. 

Á sama hátt og stundum verður að vekja athygli á brýnum endurbótum er ljúft og skylt að þakka Vegagerðinni fyrir þá viðleitni sem blasir núna við á þessum kafla vegar 60. DSC02912

Árangurinn er furðu mikill þegar tillit er tekið takmarkaðra fjármuna og lítils svigrúms til verulegra endurbóta. 

Tvær efstu myndirnar eru frá ferðinni í fyrra, en sú neðsta er tekin í gær við ánægjulega áningu rétt áður en komið er niður að Flókalundi.


mbl.is Tætt tré á Þingvöllum vöktu athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Frábær grein hjá þér, Ómar...Uhmmmm...En hvað finnst þér um tææta gróðurinn á Þingvöllum ???

Már Elíson, 13.8.2018 kl. 17:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svo er að sjá í fréttinni að þessi aðgerð sé á byrjunarstigi. Eigum við ekki að bíða eftir útkomunni? 

Ómar Ragnarsson, 13.8.2018 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband