Aðeins örfá ár síðan heyra mátti svona réttlætt.

Ekki hefur þurft að vera lengi á ferli á Reykjanesskaga til þess að sjá umhverfisspjöll, sem eru orðin margra áratuga gömul. Dæmi eru nöfnin sem letruð eru ofarlega í Vífilsfelli og sáustu áratugum saman langar leiðir, en um allan fólkvanginn má sjá ljót för eftir farartæki. Vélhjól slóði

Löng og ljót för eftir utanvegaakstur í viðkvæmum mosa við Fjallabaksleið hafa skorið í augun í meira en hálfa öld. 

Það eru ekki mörg ár síðan furðu margir réttlættu þá skoðun á fundi um vélhjólaakstur að um allar göngugötur, reiðgötur og kindagötur á Íslandi ætti að vera frjálst að fara á fjallahjólum. Vélhjól slóði Hengli

Þegar sýndar voru myndir hér á síðunni af miklum spólförum í Krepputungu í ljósgulum vikri, sem fyrir vikið var skorinn þannig í sundur sumarið 2014 að kolsvört aska undir honum rótaðist upp í gegn, mátti sjá því haldið fram í athugasemdum það væru bara sandar, sem verið væri að spóla í og að það væri í góðu lagi. 

Þeir, sem þessu halda fram ættu að koma í þjóðgarðinn Canyonlands eða Giljalönd í Bandaríkjunum og sjá hvernig þar er að málum staðið. 

Í þjóðgarðinum eru 1600 kílómetra langir jeppaslóðar, sem eru merktir og stranglega bannað og liggja þung viðurlögð við brotum, að aka út fyrir þá. 

Þó er þetta í næsta nágrenni við bæinn Moab, sem er nokkurs kona Mekka torfærubílaökumanna í Bandaríkjunum.  

 


mbl.is Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmdarverkin eru ekki síðri á tungumálinu í þessari frétt. "Á Fjallabaki"? Svæðið er AÐ Fjallabaki! Er nú ekki flókið að leita að því á netinu, sjá t.d. https://www.ust.is/.../utgefi.../Baeklingar/Fjallabak_IS.pdf

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.8.2018 kl. 17:51

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Vélhjólaför eru líka vestan undir Vífilsfelli og Bláfjöllum, vestan undir Hengli. Rakst fyrir ári á mótorhjólakarla sem voru komnir langleiðina upp á Vífilsfell, að vísu að vetralagi. Þeir komust ekki upp, höfðu aldrei komið þangað og héldu að það væri hægt, sem er útlokað. Engu að síður geta vélhjól með risanöglum spólað sig niður úr snjó og í móbergið og stórskemmt það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.8.2018 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband