17.8.2018 | 00:02
Mætti alveg vera skylduatriði í skóla. Lauflétt fallhlífasaga.
Til hamingju, Páll Bergþórsson og hans nánustu. Fallhlífarsaga í lokin.
Hinn 95 ára gamli maður gefur unga fólkinu lexíu og raunar fólki á öllum aldri eitthvað til að íhuga.
Ungt fólk á oft erfitt með að fóta sig á því hvaða áhættu það tekur í lífinu á ýmsum sviðum.
Það gæti verið mikilvægt í uppeldi og menntun að kenna áhættumat varðandi margt sem fólk tekur sér fyrir hendur.
Af því að maðurinn er augljóslega ekki skapaður til að fljúga eins og fuglarnir er flughræðsla algeng og atriði eins og fallhlífarstökk verður í huga flestra glæfraatriði.
En með því að fara í gegnum tölurnar um óhöpp og slys í fallhlífarstökki kemur i ljós að margt er hættulegra sem svo margir byrja á.
Unglingur sem byrjar að neyta áfengis eða fíkniefna er að taka áhættuna einn á móti átta að hann missi tökin á neyslunni og ávinna sér mikið líkams- og sálartjón auk alls þess sem áfengis- og fíkniefnasjúklingar leggja á alla í kringum sig.
Áhættan af því að stökkva í fallhlíf og fylgja öllum öryggisreglum varðandi það tekur sennilega mörg hundruð sinni minni áhættu.
Og ef maður velur eitthvað til þess að gera bara einu sinni á ævinnni til að eiga þá minningu, er fallhlífarstökk eitt af því.
Til þess að varpa skýrarara ljósi á þetta fyrir hvern og einn væri ekki vitlaust að gera það að skylduatriði í grunnskólagöngu að stökkvae eitt fallhlífarstökk.
Eg var orðinn um fimmtugt þegar ég prófaði þetta og sá eftir því að hafa ekki gert það fyrr.
Frjálsa fallið, fyrst eftir að stokkið hefur verið út úr flugvélinni, hefur mest áhrif á suma, en það var hljóðlaust svifið eftir að fallhlífin þandist út, sem heillaði mig mest.
Tvívegis hef ég flogið í loftbelg. Í fyrra skiptið var ekki rétt að því staðið og af þeim ósköpum sem það stutta flug bauð upp á, fer geggjuð en sönn saga.
Í síðara skiptið var þetta óviðjafnanlegt, gert með farsælum og þrautreyndum erlendum belgstjóra í eistæðu blíðviðri og nýtt uppstreymið í hægri hafgolu inn með Bústaðahverfi til þess að slökkva á hitaranum, líða hljóðlaust alla leið inn í Blesugróf rétt ofan við húsin og tala við fólk í sólbaði á svölunum og lenda síðan þar sem golan endaði.
Hér er örstutt 60 ára gömul lauflétt fallhlífarstökkssaga:
Amerískur hermaður á Vellinum bauð íslenskum vini sínu í að koma með sér og stökkva í fjöldastökki fyrir ofan Sandsskeið. "Það er gott veður og þeir lofa að pottþétt verði að þessu staðið", sagði Kaninn.
"Það bíða flugvélar uppi á skeiði til að taka okkur um borð, við stökkvum út í 5000 feta hæð og kippum í sérstakan hnapp til að opna fallhlífarnar.
Ef hann opnast ekki kippum við í neyðarhnapp.
Þegar við lendum bíða rútur eftir okkur til að fara með okkur til baka."
Íslendingurinn sló til og þetta virtist allt ætla að standast.
Flugvélar biðu til að taka þá um borð, þeir stukku út samhliða og kipptu báðir í hnappinn, sem átti að opna fallhlífina.
Það virkaði að vísu ekki, og þá kipptu báðir í neyðarhnappinn, en ekkert gerðist.
Þá leit Íslendingurinn á Kanann og sagði: "Það er ég vissum að það er tóm lygi hjá þeim þetta með rúturnar sem áttu að fara með okkur til baka."
95 ára skellti sér í fallhlífarstökk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahahaha...Góður þessi með rúturnar !!...
Már Elíson, 17.8.2018 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.