17.8.2018 | 22:40
Ósamræmi í úrskurðum.
Tveir úrskurðir um framkvæmd kosninga, 2011 og 2018 fela í sér ansi mikið ósamræmi.
Nema það, að báðir eru sterkum ráðandi öflum í vil.
Í úrskurði Hæstaréttar 2011 voru úrslit kosninganna ekki véfengd, en meintir annmarkar á framkvæmdinni varðandi það að þær væru leynilegar taldir nægja til að ógilda kosningarnar.
Þetta var alveg á skjön við úrskurði stjórnlagadómstóla í öðrum löndum í svipuðum málum, svo sem í Þýskalandi, og raunar fáránlegt að fólk gæti í íslensku kosningunum lesið á löngu færi jafn flóknar talnarunur og voru á þessum seðlum.
Í Þýskalandi var látið nægja að fyrirskipa endurbætur í samræmi við aðfinnslurnar og gefinn til þess tveggja ára frestur.
Og fróðlegt var að sjá síðar myndir af Trump hjónunum að kjósa vestra með mann að baki þeim sem gat kíkt á hjá þeim.
Í úrskurði ráðherra varðandi "umtalsverða annmarka" á kosningunum í Árneshreppi í fyrrahaust, mál sem ráðherra sjálfur og ráðherra hans voru raunar flækt í, kveður hins vegar við annan tón.
Umtalsverðir annmarkar á kosningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í umræddu tilviki var stjórnarmeirihlutinn ósammála dómi Hæstaréttar og skipaði engu að síður þá sem urðu efstir samkvæmt hinni ólögmætu röðun sem kom út úr tölvuforritinu sem var notað til að velja þá.
Nei ég er ekki að meina Landsréttarmálið.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2018 kl. 23:56
Hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við "þá ólögmætu röðun sem kom út úr tölvuforritinu, sem var notað við valið.
Ómar Ragnarsson, 18.8.2018 kl. 01:13
Hæstiréttur taldi þá röðun vera tilkomna með ólögmætum hætti og sú röðun kom út úr tölvuforriti. Öðru hélt ég ekki fram. Vissulega sneru athugasemdir Hæstaréttar að "fýsískri" framkvæmd en sú framkvæmd var m.a. til komin vegna notkunar tölvuforrits sbr. einkvæmu auðkennin ("talnarunurnar") á kjörseðlunum sem notaðar voru til að merkja hvern seðil en samkvæmt grundvallarreglum kosningalaga er merktur seðill ógildur.
Hér er annað og "venjulegra" dæmi sem ég þekki af eigin reynslu:
Þeir fjölmörgu seðlar sem hafa verið merktir með hjarta við nafn frambjóðanda hafa alltaf verið taldir ógildir í undanförnum kosningum, þeir hafa bara verið svo fáir að það hefur aldrei breytt niðurstöðunum. Þó að varla sé hægt að þekkja eitt teiknað hjarta frá öðru (úr fjarlægð) er seðillinn samt merktur þegar teikninginn er komin á hann, og því ógildur.
Sama hlýtur að gilda um prentaðar talnarunur, burtséð frá því hvort erfitt eða auðvelt sé að þekkja þær í sundur (úr fjarlægð) gera þær samt kjörseðlana aðgreinanlega. Þar sem talning atkvæða fer fram fyrir opnum tjöldum og allir geta því skoðað merkingar á kjörseðlum, væri kosningin ekki leynileg ef merktir seðlar yrðu taldir gildir (m.ö.o. ómöguleiki).
Reglan er einföld. Atkvæði sem er hægt að greina með einhverjum hætti frá öðrum vegna merkinga á atkvæðaseðli, er ekki leynilegt og því ógilt.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2018 kl. 01:32
Sjitt, úrskurðir Hæstaréttar Íslands hefðu semsagt verið með allt öðrum hætti ef hér giltu Þýsk eða bandarísk lög og skilningur Ómars á dómum Hæstaréttar væri ekki misskilningur. Þessu þarf að breyta.
Vagn (IP-tala skráð) 18.8.2018 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.