Hvað um "Seasons in the sun" og "Green, green grass of home?"

Um miðjan áttunda áratuginn varð lagið "Seasons in the sun" mjög vinsælt víða um heim, líka hér á landi. Sá texti er sorglegur, því verður ekki neitað, en ekki sést hann nefndur í leit að sorglegasta topplaginu, enda var hann kannski ekki á toppi Billbord Hot 100. 

Lagið "Green green grass of home, sem endar með greftrun var líka afar sorglegt". 

Í íslensku útgáfunni var sjúkrahúsdvöl dauðvona sjúklings bætt við harmleikinn. 

"Jesabel" með Frankie Laine um samnefnda ókind og illyrmi var ansi dapurlegt. 

Hér á landi myndi lagið Angelia komast hátt sem dapurlegt lag, að ekki sé minnst á Söng villiandarinnar. 

Raggi Bjarna mundi yfirleitt ekki heiti lagsins og nefndi það Akranesruglið, enda voru línurnar "Angelia, ég á sorg sem engin veit" og aðrar társtokknar ljóðlínur ekki líklegar til að skapa stuð hjá Sumargleðinni.

Margir táruðust þegar Elsa Sigfúss söng lagið við ljóð Davíðs Stefánssonar um verkamannsins kofa þar sem hin sjúka móðir brosti í gegnum tárin og lagið endaði á: "Börnin frá mat en foreldrarnir svelta.  

Dapurlegasta erlenda lagið og líka það viðbjðóðslegasta er líklega lag Tom Lehrer "I hold your hand in mine" sem er hryllilegt gamanlag um limlestingu morðingja. 


mbl.is Hafa fundið sorglegasta topplagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lag og texti eru ekki sami hluturinn. Og sennilega hefði niðurstaðan orðið önnur ef tekið hefði verið eitthvað tillit til texta en ekki bara miðað við lögin sjálf.

Og "Seasons in the sun" var 3 vikur í efsta sæti "Billboard Hot 100" og 21 viku á listanum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband