Hvað, ef vindur feykir grjóti á hlut?

Ofangreind spurning kom upp í kringum 1990 þegar gríðarleg vindhviða, sem mældist 85 hnútar, eða um 43 metrar á sekúndu feykti flugvél þannig til á Akureyrarflugvelli, að báðar skemmdust. 

Í gögnum málsins kom fram að báðar flugvélarnar voru bundnar, en í spá fyrir Akureyrarflugvöll var reiknað með að vindhviður gætu farið upp í 35 hnúta, eða 19 metra á sekúndu. 

Vindhviðan kom úr suðvestri, ofan af Súlunum og skall svo snöggt á flugvélunum, að sérstakur krókur í væng þeirrar stærri, slitnaði úr vængnum!  Á vindmælum vallarins sást hvernig vindurinn rauk á augabragði úr um 10 metrum á sekúndu upp í 85 og snerist um leið. 

Það varð svolítið þóf í málarekstri út af þessu atviki, af því að það var fastur hlutur, í þessu tilfelli flugvél, sem olli snertingunni eða árekstrinum, líkt og til dæmis snjór, möl eða grjót. 

Einnig var ljóst og "hafið yfir skynsamlegan vafa", að flugvélin, sem fauk, væri eins tryggilega bundin samkvæmt notkunarhandbók hennar og hægt væri að ætlast til. 

Niðurstaða þáverandi Viðlagatryggingar Íslands varð samt það, að tjónið skyldi ekki bætt og tók eigandi flugvélanna það á sig að fullu, en fyrir einskæra tilviljun voru báðar flugvélarnar í eigu sama manns!  


mbl.is Þyrfti lagabreytingu fyrir skýstrókana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Í Grágás er tekið fram að skip urðu að vera það vel bundin ú uppsátri að þeim feykti ekki á önnur skip. Semsagt sá sem átti skip sem fauk og skemmdi annað var ábyrgur. Hugsaðu þér hvað Grágás var skýr í öllum málum.  

Valdimar Samúelsson, 28.8.2018 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband