Hvað um "sjálfbæra" orkuvinnslu og sauðfjárbeit?

Framtak kokkalandsliðsins er í hressandi mótsögn við hræsnina, blekkinganar og feluleikinn sem við Íslendingar stundum á mörgum sviðum. 

Þegar lífræn ræktun fór að ryðja sér til rúms erlendis, reyndu Íslendingar að búa til séríslenskar reglur um slíka ræktun hér á landi. Auglýsing Landsvirkjun

Við stundum stórfellda rányrkju á jarðvarmasvæðum gufuaflsvirkjana, svo nemur minnsta kosti fjórðungi allrar orkuframleiðslu landsins, en erum með risastóra mynd svo utarlega í rana Leifstöðvar um að 100 prósent allrar orkuvinnslu okkar komi á sjálfbæran hátt frá endurnýjanlegum orkugjöfum, að nær enginn kemst inn í landið eða út úr því nema að fara í gegnum þennan heilaþvott.  

Reykjavíkurborg fékk Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs, þrátt fyrir að mesta rányrkjan á jarðvarmasvæðunum auk loftmengunar af þeim, væri á vegum borgarinnar. 

Við auglýsum án þess að depla auga að íslenska lambakjötið verði til á sjálfbæran hátt og birtum myndir af sauðfénu á svæðum, sem eru óbeitarhæf vegna uppblásturs og beitar. 

Við tróðum okkur upp í eitt af efstu sætum á lista Sþ yfir ástand umhverfismála með því að setja stafina N/A í dálkinn um ástand gróðurlendis. Var Ólafur Arnalds þó búinn að fá Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs vegna rannsóknar á því. Auglýsing um sjálfbæra beit (2)

Loksins sést nú viðleitni hjá kokkalandsliðinu til að rjúfa þann blekkingamúr, sem reistur hefur verið á allt of mörgum sviðum.  


mbl.is Draga sig út úr kokkalandsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman að þessu var á funi með hálendisþjógarðanemd um daginn kannski hún sé smituð af þessari sýniþörf.  engar hugmyndir bara vera nógu jákvæður er lausnin. glasið hálf fullt en skildu ekkert í því hversvegna fundarmenn voru ósátir með þjóðgarðshugmyndina. þetta er þó eina fólkið sem þó hefur þekkingu á að vinna með þjóðgarnsemdum. bæði þingvöllum og þjórsárverum. eftir 10. ára glundroða í vatnajökulsþjóðgarði er ekki ráð að staldra við eða þurfa menn en einn brautarstein um íslenska stjórnsýslu. bara til þess a' hafa glassið alltaf fullt hvað sem á dynur  

kristinn geir briem (IP-tala skráð) 7.9.2018 kl. 07:37

2 identicon

Við hryllum okkur yfir ástandi loftlagsmála og sendum hópa manna á alþjóðlegar ráðstefnur um loftlagsmál, ökum á "umhverfisvænum" rafbílum en um leið er þjóðin á líklega því mesta neyslufylleríi sem hún hefur upplifað, einnota drasl er keypt í skipsförmum frá kína og urðað skömmu síðar,  svo ekki sé minnst á öll ferðalögin til útlanda með reykspúandi álfuglum!

En sem betur fer eru til aflátsbréf, með því að moka upp í skurði og gróðursetja nokkrar plöntur þá er allt orðið gott aftur. 

Jú og svo náttúrulega að koma í veg fyrir milljarða fjárfestingar í fiskeldi fyrir vestan á þeirri forsendu að samkvæmt reikniformúlu munu tveir eða þrír eldislaxar umfram hámark fara upp í einhverjar ársprænur sem ekki hafa verið þekktar að laxagengd fyrr enn síðustu 100 ár eða svo. 

Hræsnin liggur víða,  rétt er það!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.9.2018 kl. 08:06

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðgerð kokkanna í kokkalandsliðinu er einföld. Þeir vilja aðeins fá að nota það hráefni, sem þeim finnst bæði best og líka vænlegast til árangurs vegna uppruna þess. 

Ómar Ragnarsson, 7.9.2018 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband