12.9.2018 | 11:00
Sagan endalausa: Of stór til að fara í vera látin rúlla?
Í nýlegu viðtali við Dominique Strauss-Kahn gefur þessi fyrrum forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins það í skyn, að það hafi verið mistök 2008 að láta Lehmann brothers bankann rúlla yfir um.
Stjórnvöld hafi þá engan veginn gert sér grein fyrir því hve gríðarlegar afleiðingar það myndi hafa. Strauss-Kah minnist ekki á Ísland, sem alþjóðlegur bankastjóri hafði að sögn Davíðs Oddssonar gefið í skyn í trúnaði að væri búið að ákveða fyrirfram að láta fara sömu leið og Lehmann brothers.
Í framhaldinu ef efnahagshruninu 2008 sáu bandarísk stjórnvöld til þess að enginn hinna "þriggja stóru" bílaverksmiðja Bandaríkjanna, sem römbuðu á barmi gjaldþrots, færu sömu leið.
Og hér heima var margt líkt með þessu og til dæmis var tryggt að stóru bílaumboðin gætu haldið áfram og þau frekar styrkt heldur hin smáu, sem höfðu þó sýnt aðhaldssamari rekstur.
Í afgreiðslu á "forsendubrestinum" mikla kom líka í ljós, að það voru helst hinir efnameiri, sem höfðu slegið stærstu lánin, sem fengu bróðurpartinn af 80 milljörðunum, sem voru gefnir eftir.
Þótt "forsendubresturinn" hefði líka bitnað óbeint á fátækum leigjendum og fleira láglaunafólki, fékk það ekki neitt, af því að það hafði ekki haft efni á, ekki viljað, eða ekki haft aðstöðu til þess að taka lán.
Í sjö ára stanslausri uppsveiflu í ferðaþjónustunni og fluginu, sem henni er tengt, en þetta hefur skapað mestu og lengstu uppsveiflu sögunnar hér á landi, virðist fyrirsjáanlegt í ljósi fyrri reynslu, að hvorki WOW air né Icelandair eru nógu lítil til þess að þeim verði leyft að rúlla yfir um.
Vongóðir um fjármögnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það skynsamlegt fyrir samfélag á stærð við Ísland að hafa tvö flugfélög? Samfélag þar sem samkeppni er óþekkt fyrirbæri. Gengur líklega ekki upp til lengdar, annað mun leggja upp laupana, líklega WOW. Flúgfélögin sem fljúga frá Evrópu til USA skipta tugum. Bein flug, en einnig með millilendingu eða transit. Einnig er það ekki spennandi fyrir farðþega frá meginlandinu til USA að stoppa í Leifsstöð. Okrið þar er orðið rannsóknarefni. WOW er fyrirtæki manns með stórt ego, of stórt (skrifaðu flugvöll, skrifaðu flugfélag). Gæti orðið farþegum sem og ísl. samfélaginun dýrt. Eins og útrásarþjófarnir, Sterling númer tvö?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2018 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.