Þar sem garðurinn er lægstur.

Til er íslenska orðatiltækið að ráðist sé á garðinn þar sem hann er lægstur. Það orðalag kemur í hugann þegar litið er yfir feril ríkisstjórna landsins á þessar öld á sviði kjara þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. 

Björgvin Guðmundsson og fleiri hafa rakið það vel í blaðagreinum, hvernig æ ofan í æ hefur það helst verið talið árangursríkt að vega í knérunn hinna tekjulægstu um fjölbreyttar aðgerðir við að halda kjörum þeirra niðri með einstökum smásálarskap, þannig að engu er líkara en að stefnan sé að sem flestir aldraðra, öryrkja og láglaunafólks sé læstir inni í fátæktrargildru framfærslufjár, sem er um þriðjungur af meðallaunum í þjóðfélaginu.  


mbl.is Öryrkjabandalagið grípur til aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband