Óvæntur tónn hjá ráðherra.

Inga Sæland sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að fram að ræðu hennar hefði enginn ræðumaður borið sér í munn orðið fátækt. 

Þess vegna var það svolítið óvænt að hlusta á ræðu Ásmundar Einars Daðasonar á eftir ræðu Ingu, og heyra hann koma með markvissa ádeilu á þann veruleika sem blasir við öllum, sem vilja sjá, varðandi kjaramálin. 

Ásmundur nefndi sem dæmi 40 þúsund króna hækkun á tekjum hjá láglaunahópi, sem hefði átt sér stað á sama tíma sem laun eins forstjóra í stórfyrirtæki í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna hefðu hækkað um eina milljón, eða 25 sinnum meira!  

Ásmundur Einar er að vísu félagsmálaráðherra og upplifir því raunveruleikann í samfélaginu aðeins öðruvísi en aðrir ráðherrar. 

En ræða hans, vel flutt og samin, var þörf áminning um það andrúmsloft og raunverulega ástand, sem á eftir að koma betur í ljós á komandi vetri átaka um kjaramál. 


mbl.is Þessari vitleysu verður að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband