13.9.2018 | 13:11
Toyota með skotti að aftan breytt í Volkswagenbjöllu.
Ótal atriði í málarekstri Guðmundar- og Geirfinnnsmálsins, sem virkar eins og risavaxin blanda af fjarstæðubrandara og grátlegum harmleik, er það hvernig sakborningar voru þvingaðir til að breyta framburði sínum aftur og aftur til þess að hann gengi upp.
Sem einn af fréttaþulum Sjónvarpsins á þessum tíma þegar fréttaþulir mátti maður þola það að lesa grafalvarlegur og traustvekjandi fyrir framan þjóðina, upp nákvæmar lýsingar á atburðarásinni í meintu morði á Geirfinni, en verða síðan, nokkrum vikum síðar, að lesa upp gerólíka lýsingu.
Atburðarásinni varðandi meint dráp á Guðmundi var breytt snarlega varðandi bílinn, sem lík hans átti að hafa verið sett í og flutt á burtu.
Þegar í ljós kom, að útilokað var að þetta hefði verið Toyotabíll með vélina frammi í og farangursgeymsluna aftur í, heldur hefði það verið Volkswagenbjalla með vélina aftur í og smá skott framan á, og þess engan stað hægt að nota til að flytja líkið í nema aftursætið.
Í stað þess að bílstjórinn hefði setið kyrr við stýrið og séð útundan sér að poki væri borinn að afturendanum og settur í skottið, kom sú útgáfa, að líkinu hefði verið troðið framhjá framhallandi bílstjóra í aftursætið.
Nú er loksins að rofa til í þessu hræðilega máli, en þó verður því ekki lokið sómasamlega á meðan því er hafnað að hafa mál Erlu Bolladóttur líka með í endurupptökunni.
![]() |
Drepur ekki mann þó að maður sé í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.