Hvernig verður þetta ef það kemur mikil hálka í vetur?

Atvikin höguðu því þannig til, að á tímabili í fyrra og hitteðfyrra þurfti ég að leita á bráðamóttöku Landsspítalans vegna tveggja beinbrota og eins blóðeitrunartilfellis og kynntist þá ástandinu á spítalanum. 

Þótt ekkert af þessum tilfellum bæri upp á erilsömustu tímabil vetrarins þegar flughált verður á götum og gangstéttum, var álagið á starfsfólkinu svo mikið, að það var nánast á harðaspretti um ganga og herbergi bráðadeildarinnar frá morgni til kvölds. 

Mér blöskraði því, þegar því var haldið blákalt fram í sjónvarpsþætti, að verið væri að "sviðsetja" þetta ástand og nú vaknar spurningin hvernig þetta verður, ef það kemur hálkutímabil í borginni í vetur. 


mbl.is Forgangsraða á bráðamóttöku vegna álags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband