21.9.2018 | 17:38
Skondin mótsögn.
Það skiptir líklega oftast ekki miklu máli á hvaða tungumáli dýralæknar tala við dýr eða í návist dýra. Enda geta dýrin engu svarað á móti, hvort eð er.
Að sama skapi ætti að vera mikilvægara á hvaða tungumáli læknar tala þegar um fólk er að ræða.
En svo er að sjá af tengdri frétt á mbl.is að í lögum hafi þetta verið öfugt hér á landi: Mikilvægt að tala íslensku í návíst dýra en alveg öfugt varðandi málnotkun í návist manna.
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum, sagði kerlingin víst. Á íslensku.
Þurfi ekki að tala íslensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.