22.9.2018 | 01:50
Fjórum sinnum um Reykjanesröst var fjórum sinnum of oft.
Ekki þarf annað en að líta á kort til að sjá hagræðið af því að efla siglingar til landsins án þess að siglt sé fyrir Reykjanes og Garðskaga til Faxaflóahafna.
Þegar búið verður að rafvæða flutningabíla verður hagræðið á marga vegu, ekki aðeins styttri siglingatími og kostnaður við sjóflutningana heldur líka miklu minna kolefnisfótspor.
Þá er ótalið eitt: Að losna við að sigla fyrir Reykjanes.
Fjórum sinnum á ævinni hef ég farið þá sjóleið og orðið dauðsjóveikur í öll skiptin, enda skítaveður í hvert einasta sinn.
Fyrst með Dronning Alexandrine 1955, fram og til baka, síðan með skemmtiferðaskipinu Regínu Maris 1967.
Í þessum sjóferðum var eindæma veðurblíða strax og komið var að Færeyjum í júlí og farið frá Færeyjum á leið heim 1955 og eftir að farin hafði verið hálf leið til Dublin 1967 og síðasta daginn heim frá Rotterdam.
Í ferð Reginu Maris hélst veðurblíðan í 15 daga af 17.
Vilja efla Þorlákshöfn enn frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með þessari uppbyggingu væri gráupplagt að leggja rafmagnslest frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur til að flytja allt þetta drasl sem kemur til landsins og hætta að umskipa í Reykjavík.
Stefán (IP-tala skráð) 22.9.2018 kl. 11:28
Stóra spurningin hefur verið og verður kannski áfram sú, hvernig menn ætli að bæta skilyrði til siglinga inn í höfnina í hvössum óveðrum.
Ingólfur Arnarson vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann fór alla leið til Reykjavíkur til að finna stað, sem væri sem líkastur Hrífudal í Dalsfirði.
Ómar Ragnarsson, 23.9.2018 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.