Auðræðið í sinni tærustu mynd.

Ekki þarf annað en að líta á ljósmynd, sem fylgir tengdri frétt á mbl.is til að sjá, hvílíkt ofhlæði af smekkleysi á sér stað við Hafnartorg í Reykjavík. 

Þótt maður legðist undir manns hönd til að afstýra þessu ofhlæði, sem gerbreytir og skekkir alla mynd gamla miðbæjarins, þótt ekki væri nema með því að hafa húsið tveimur hæðum lægra, kom það fyrir ekki. 

Vafasamt er að hin ágæta hugsjón um þéttingu byggðar og lausn á ömurlegum húsnæðisvanda í miðju góðærinu kristallist í fjölbýlishúsi, þar sem meðalverð íbúða getur verið hið hæsta sem um getur í fjölbýli hér á landi.  

Gaman væri að fá í athugasemdum við þennan pistil álit fólks á þessu tákni auðræðisins, sem veður yfir allt og alla og er að fá á sig endanlega (ó)mynd. 


mbl.is Meðalverðið 110 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þétting byggðar í Reykjavík, þétting kleptokratanna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.9.2018 kl. 09:33

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hamast hefur verið við að henda gömlu Reykjavík og engu sem eldra er en sem svar mansaldri sýnd virðing.  Þegar maður fer erlendis og skoðar borgir og bæi undir leiðsögn farastjóra, þá er farið um gamla borgar hlutann og sagan sögð. 

Í Reykjavík er fátt eftir sem minnir á gamla tíma og ég skil ekki hversvegna gamla Reykjavík gat ekki fengið að lifa, það er til nóg af öðrum svæðum þar sem má leika sér með nútíma tilraunir í byggingalist eins og tld. Orkuveituhúsið.

 En mögulega hefði verið heppilegra að hafa það á aðeins minna áberandi stað.  En í staðin fyrir gömlu Reykjavík og sögu hennar þá höfum við nú fengið orkuveitu húsið og sögu þess að kinna fóli í borgarskoðunarferðum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 22.9.2018 kl. 09:46

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Afsakið því að þó þarna hafi mögulega komið við sögu einhver fól, þá átti að vera þarna í síðustu línu fólk en ekki fól..

Hrólfur Þ Hraundal, 22.9.2018 kl. 09:53

4 identicon

Þetta er byggt mjög þröngt og virðist í fljótu bragði vera byggt alveg út í byggingareit og ekki með neinni lóð. Húsin eru há og líkur á skuggavarpi og sólarleysi í sumum íbúðum. Ég myndi ekki vilja búa þarna og tel að betra og fallegra hefði verið að byggja þessi hús í eldri stíl. Fermetraverðið þarna býður ekki upp á að neinir venjulegir Íslendingar geti leyft sér að búa þarna. Kannski er nóg til af ríku fólki sem finnst allt í lagi að borga 110 milljónir fyrir 115 fermetra blokkaríbúð. 

Margret S (IP-tala skráð) 22.9.2018 kl. 11:37

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

 Svo notað sé tungutak skipulagsspekúlanta þá má segja að þessir kumbaldar við Hafnartorg kallist ágætlega á við við hinn kumbaldann á hinu horninu, hið væntanlega hótel á Íslandsbankalóðinni. Engum virðist þessi arkitektúr smekklegur nema verktökum og lóðarhöfum sem hugsa um það eitt að hámarka arðinn af framkvæmdunum. Vonandi tryggja væntanlegir kaupendur sig gagnvart leyndum göllum sem kunna að koma í ljós seinna. Annars sitja menn uppi með milljarðatjón samanber Orkuveituhúsið sem byggt var af þessum sama verktaka og keypti og byggði þessar gámastæður í Hafnarstræti og sem virðist ósnertanlegur og geta gert það sem honum sýnist

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.9.2018 kl. 12:01

6 Smámynd: Egill Vondi

Þétting byggðar í Reykjavík þarf ekki að merkja þéttingu byggðar í gamla miðbænum. Þar er eini staðiurinn þar sem þéttleiki byggðar var réttur. Og hver er tilgangurinn með nýju húsnæði sem fæstir eiga ráð á að kaupa?

Tik að kóróna allt eru þessar blokkir andstygð svo ekki er meira sagt, og alveg rétt hjá síðuhafa að tala um smekkleysi. Nýbyggingar á Íslandi virðast vera gagngert hannaðar til þess að vera eins ómanneskjulegar og ljótar eins og hægt er. Vonandi springur þessi bóla sem fyrst.

Egill Vondi, 22.9.2018 kl. 13:05

7 identicon

Plútókratí.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.9.2018 kl. 13:32

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er sorglegt að sjá þennan ófögnuð sem risinn er á hafnarsvæðinu. Steingeldur arkitektúr og ömurleikinn alger. Ekki að undra að fermetraverðið sé hátt á þessum dýrustu lóðum sem um getur. Tvöþúsund og sjö fnykinn leggur af þessu umhverfisslysi, sem einungis er ætlað þeim betur stæðu.

 Þeir sem hafa haft umsjón með og ráðið skipulaginu á þessu svæði ættu að skammast sín, en sennilega verður það seint. Gamli miðbærinn er orðin ein stór hörmung úr steypu og gleri. Svei þessu liði.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.9.2018 kl. 14:09

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ætli fólk hljóti ekki að vera að kaupa þetta óséð?

Það hljóta að renna tvær grímur á kaupendurna þegar þeir komast að því að aldrei skín sól inn um gluggana og útsýnið er fimm metrar yfir í næsta "fangaklefa".

Þorsteinn Siglaugsson, 22.9.2018 kl. 15:59

10 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það þarf að upplýsa, hvaðan peningarnir koma til þess að byggja þessi hús. Ef það eru peningar úr lífeyrissjóðunum, - er þá ekki full þörf á því, að taka þessi mál til rannsóknar?

Tryggvi Helgason, 22.9.2018 kl. 15:59

11 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og í boði hverra er þetta..??

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.9.2018 kl. 17:27

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er í boði meirihluta borgarstjórnar. Dags B. Eggertssonar og Holu-Hjálmars, sem kannski væri nú réttara að nefna Háhýsa-Hjálmar, enda orðið ljóst að húsfriðunarröflið allt í þeim fugli var aldrei annað en yfirskin.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.9.2018 kl. 18:55

13 identicon

Þetta skrímsli sem eyðileggur ásýnd miðbæjarins, er afrakstur vinstri manna í glórulausum rekstri RVK.

Þór Skjaldberg (IP-tala skráð) 23.9.2018 kl. 08:03

14 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef væri ég auðmaður byggði ég flottara hús en þetta.

Þarna eru greinilega á ferð einhverjir flokksgæðingar, menn með ítök hjá borginni.  Svo orðið er ekki "auðræði," heldur "lénsræði."  Lénsherrarnir fá leyfi frá þeim sem þeir borga skattinn til.  Eða múturnar.  Hvort heldur er lægri upphæð.

Ég þarf svosem ekkert að horfa á þetta, á ekkert erindi í miðbæinn lengur.  Þið njótið.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.9.2018 kl. 23:35

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Háhýsa-Hjálmar skal það verða, Þorateinn. Tek heilshugar undir með þér í því. Þetta fyrirbæri sem rölti um Reykjavík og mærði gamlar byggingar og hataðist við stórhýsum í pistlum sínum á rúvinu í gamla daga er orðinn birtingarmynd afglapans sem seldi sig fyrir stól.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.9.2018 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband