Stefnir Elon Musk inn í svipað og Preston Tucker?

Elon Musk og Preston Tucker eiga það sameiginlegt að hafa átt þá hugsjón að koma tímamótabíl á markaðinn. 

Elon á undanförnum árum, en Tucker á árinu 1948. Tucker ´48 á ská aftan frá

Stóru bílaframleiðendurnir bandarísku höfðu gríðarleg ítök hjá þingi og stjórn og efndu til herferðar gegn Tucker á mörgum vígstöðvum l948.  

Ástæðan var einföld, þegar litið er á bílinn, sem bar nafn Tuckers.

Tucker fékk snilldarhönnuð, Tremulis að nafni til að hanna bíl, sem var hlaðinn nýjungum, sem langflestar voru langt á undan samtíðinni.Tucker 48 á hlið

Má þar nefna svo sem undralága loftmótstöðu, öryggisbúnað, sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, mikið rými og hámarkshraða og einstaklega góðir aksturseiginleikar sakir lágs þyngdarpunkts, sem gerðu aðra bíla næstum hlægilega. 

Bíllinn var að vísu með vélina afturí sem ekki reyndist verða að framtíðarmúsík, en þetta var flöt "boxer"vél með loftkælinu.

En 51 eintak, sem tókst að framleiða, var hvert um sig gullmoli. Tucker 48 (2)

Með því að kæra Tucker fyrir svik, sem kostaði hann nokkurra ára málaferli og stöðvaði framleiðslu bíla hans, tókst stóru bílaframleiðendunum að kæfa framleiðsluna á Tucker í fæðingu. 

Tucker vann að lokum sigur í málaferlunum og var sýknaður, en skaðinn var skeður fyrir hann. 

Hann sagði við lok réttarhaldanna, að ef Bandaríkjamenn ætluðu að halda áfram á braut svona afturhalds og spillingar myndu hinar sigruðu þjóðir í stríðinu, Þjóðverjar og Japanir, bruna fram úr þeim á sviði bílaframleiðslu. 

Þegar þessi orð voru sögð, höfðu Bandaríkjamenn yfirburðastöðu í bílaframleiðslu heimsins með meira en tiu sinnum stærri bílaflota en nokkur önnur þjóð og framleiddu einir fleiri bíla en allar aðrar þjóðir heims samanlagt. 

Tucker uppskar dúndurhlátur í réttarsalnum fyrir spádóminn um væntanlega sigurgöngu Þjóðverja, Japana og annarra "aumra" þjóða",  þvílík fjarstæða þótti þetta tal hans. 

Það fór hins vegar svo að Þjóðverjar og Japanir fór fram úr Bandaríkjamönnum á þessu sviði og á síðustuu árum framleiða Kínverjar meira en tvöfalt fleiri bíla en Kanarnir.  


mbl.is Musk kærður fyrir svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að nefna Preston Tucker og Elon Musk í sömu setningu er kaldhæðið. Að bera þá saman er aumt.

Hitt er gaman, að rifja upp sögu Tuckers.

Gunnar Heiðarsson, 28.9.2018 kl. 08:17

2 Smámynd: Már Elíson

Frábær söguskýring Ómar. -

Már Elíson, 28.9.2018 kl. 12:52

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Frábært Ómar

Halldór Jónsson, 28.9.2018 kl. 15:23

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvor er þá betri Gunnar?

Halldór Jónsson, 28.9.2018 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband