Miskunnarlaust misrétti leikmanna, eðli málsins samkvæmt.

Eðli knattspyrnunnar gerir það að verkum að óhjákvæmilegt misrétti myndast milli leikmanna á vellinum, sem hlýst af mismunandi stöðum, sem þeir spila. 

Allir menn eru mistækir og gera mistök, en sum mistök eru meira áberandi en önnur. 

Þannig er staða markvarðar augljóslega mun viðkvæmari en flestra annarra leikmanna. 

Hann er einfaldlega aftasti maður, og má helst ekki gera ein einustu mistök. 

Karius var svo óheppinn að gera tvenn mistök í úrslitaleik í einu af helstu stórmótunum sem kostuðu mörk. 

Með því eyðilagðist allt það, sem aðrir leikmenn höfðu verið að puða við að framkvæma. 

Eftir þetta er Karius skiljanlega undir smásjá, þannig að mistök hans, sem annars hefðu ekki vakið sérstaka athygli, verða að aðalfyrirsögnum. 

Öðru máli gildir um miðvallarleikmenn, sem geta komist upp með lélegar sendingar og staðsetningar í bland leik eftir leik án þess að það veki neina sérstaka athygli. 

Fremstu sóknarmenn eru í allt annarri stöðu. Messi og Ronaldo reyna kannski mörgum sinnum hluti í hverjum leik, sem misheppnast, en þurfa aðeins að láta dæmið ganga upp tvisvar eða þrisvar í leik til þess að baða sig í ljóma allrar umfjöllunar um leikinn og skoruð mörk í honum. 

Varnarmaður, sem klikkar, á hins vegar ekki sjö dagana sæla. 


mbl.is Enn gerir Karius skelfileg mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband