6.10.2018 | 07:53
Áfram aðferð til ritskoðunar?
Þótt niðurstaða Landsréttar í Stundarmálinu sé "ofsalega sætur sigur" vakna samt spurningar um aðdraganda hans og endanlega almenna niðurstöðu í hliðstæðum málum.
Landsréttur er nýtt dómstig hér á landi. Fram að stofnun hans voru dómar Hæstaréttar oft með fordæmisgildi, en spurningin er að hve miklu leyti dómar Landsréttar muni hafa fordæmisgildi.
Sú spurning vaknar nefnilega, hvort lögbannið, sem enn er tæknilega í gildi, hefur, - ári eftir að þeirri aðferð var beitt til að stöðva fjölmiðlaumfjöllun um mál, sem varðaði almenning, - opnað möguleika á því að svona mál muni aftur geta komið upp.
Og þetta geti gerst, þrátt fyrir það að mögulega muni Hæstiréttur staðfesta dóm Landsréttar eftir hugsanlega áfrýjun.
Gefið hafi verið fordæmi fyrir því að hægt verði að stöðva umfjöllun um mikilsverð mál með því að krefjast lögbanns og fá glámskyggnan eða þýlyndan dómara til að setja lögbann á umfjöllun.
Síðan muni langdregin málaferli eyðileggja það gagn, sem tafarlaus birting mikilsverðra upplýsinga hefði gert.
Ef slíkar ákvarðanir um lögbann verða áfram mögulegar, þrátt fyrir dóminn núna, hefur opnast möguleiki til ritskoðunar, sem yrði mikið áfall fyrir það lýðræðissamfélag, sem Ísland þarf að vera í umróti okkar tíma.
Vonandi verður ekki svo.
Niðurstaðan ofsalega sætur sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólínuleg limra:
Kona sem kölluð var Lína,
karlana naut mest að pína,
þó var út á þekju,
þegar hitt‘ún með frekju,
á Þingvöllum ofjarla sína...
http://www.visir.is/.../olinu-fallast-hendur-og-telur...
Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 6.10.2018 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.