Kostur og galli tengiltvinnbíla.

Stærsti kostur tengiltinnbíla er sá, að not bílsins eru ekki eins háð stöðunni í rafhlöðunum og á hreinum rafbílum. Bensínið er tiltækt til að hlaupa í skarðið. 

Þar að auki hafa tengiltvinnbílar þann kost að tvinnbílar án tengingar við rafmagn utan frá hafa sáralitla möguleika til sparnaðar á bensínnotkun úr því að öll orka bílsins fæst aðeins úr bensíni, og sparnaðurinn felst aðeins í betri nýtni á þessum eina aðfengna orkugjafa, bensíni, með notkun innri rafals í driflínunni í bland við aksturinn á afli bensínhreyfilsins. 

Not tengiltvinnbíla er hins vegar mun meira blönduð tengingunni við raforkuúttak hvað orkugjafa snertir, raforkunni í hag, og því er reynt að giska á hvernig hún notkunin skiptist á tengiltvinnbílum að meðaltali milli bensíns og raforku. 

Út úr því er síðan fundnar tvær tölur, meðaleyðsla á bensíninu og útblástur. 

Gallinn við þessa bíla er hins vegar sá, að bensínnotkunin og þar með útblástur geta orðið býsna há hjá sumum, og orðið meiri en sett hámark fyrir flokkun bílanna eftir vistmildi þeirra. 

Vandamálið kann að stöðva framleiðslu ákveðinna bíla tímabundið, en það á að vera hægt að leysa það með stækkun og endurbótum á rafrásinni og rafhlöðunum og aukinni sparneytni bensínvélanna.  

 

 


mbl.is Hertar reglur um útblástur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband