8.10.2018 | 01:12
Erfitt fyrir stjórnarsamstarfið?
Í facebook-færslu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kemur fram að annmarkar hafi verið á veitingu starfsleyfis fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði og ekki faglega að henni staðið.
Þetta er að vísu orðað öfugt hjá Katrínu, að leitað verði ráða til að greiða úr annmörkum og beita faglegum vinnubrögðum við að leysa málið, en það kemur í sama stað niður.
Annmarkar og ófagleg vinnubrögð eru viðurkennd hjá Katrínu, enda má ætla að úrskurðarnefndin viti hvað hún er að gera. Hitt vekur spurningar, hvers vegna starfsleyfið var þá veitt.
Ekki er víst að þessi fésbókarfærsla Katrínar hafi vakið ánægju ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem hafa fengið því framgengt að leitað verði ráða til þess að komast fram hjá úrskurðinum og að umhverfisráðherra verði með í þeim ráðum.
Umhverfisráðherra er líka í erfiðri stöðu.
En hvað er til ráða? Í beinskeyttum málflutningi kærenda er sagt að framkvæmdavaldið hafi ekki lagalegan rétt til að hlutast til um hinn umrædda úrskurð, sem sé í raun hluti af dómsvaldinu.
Sé svo, eru möguleikar Alþingis, löggjafans, þá einnig sömu annmörkum háðir, að vafasamt sé að löggjafarvaldi sé beitt til að fara inn á svið hluta af dómsvaldinu.
Í ofanálag er löggjöfin hluti af alþjóðlegum skuldbindingum okkar, svo sem lögfestingu Árósarsáttmálans hér á landi.
Vitað er að Lilja Rafney þingmaður Vinstri grænna er velviljuð bæði sjókvíaeldinu og Hvalárvirkjun þannig að stjórnarsamstarfið kann að lenda í tvísýnu.
Vara ráðamenn þjóðarinnar við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dómsvaldið er vel skilgreint og afmarkað í stjórnarskrá og lögum. Einhver nefnd getur ekki verið hluti af dómsvaldinu. Dómsvaldið er ekki hægt að setja í hendur hvers sem er. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er ein af úrskurðarnefndum framkvæmdavaldsins og heyrir ekki undir dómsvaldið. Þannig að málflutningur kærenda er byggður á bulli og vitleysu. Og meðan alvöru dómstólar hafa ekki tekið málið til afgreiðslu er það á valdi ráðherra. Og samkvæmt 8. grein laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þá er frestun á hendi ráðherra.
Vagn (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 05:08
er samála vagni hér að ofan. hitt er annað hvort stjórnvöld géti breitt niðurstöðustjórnsýsluvalds afturvirkt án attbeina dómstóla. því gæti ríkistjórninn þurft að kæra úrskurðarnemd til dómstóla. þó æðsti yfirmaður úrskurðarnemdar sé ráðherra. nú þarfað skoða löginn. p.s. lagasetníng á íslandi er alveg búin að gleima meðalhóf áhvæðum stjórnarskrárinnar í lagasetníngum
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 08:13
Ókey, fiskeldisfyrirtækin ætla að leggja málið fyrir dómstóla og biðja um flýtimeðferð, og þetta er eðlilegasti farvegur málsins á meðan aðilar þess greinir á um eðli þess.
Ómar Ragnarsson, 8.10.2018 kl. 09:56
no.3.en er hægt að skjóta þessu til yfirmanns þessarar stofnunar sem mér skilst sé umhverfisrráðhera. en annars þurfa menn að leita dómsstóla sem tekur tíma þó farinn sé flýtimeðferð en er samála ómari í því að þetta verður erfitt fyrir ríkistjórnina. hvort umverfisráðherra lifi þær hremíngar af veit ég ekki. þó furðulegt er mun ég sakna ef hann fer yfirleitt málefnalegur. enn annað er um starfsmenn ráðuneytisins sem skilur ekki meðalhóf
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 11:02
reyndar svolítið skrýtið að bera við 60.gr. stjórnarskrár. " dómarar skera úr öllum ágreiningi um embættismörk yfirvalda. þó getur eingin,sem um þau leitar úrskurðar,til að hlýða yfirvaldsboði í bráð með því að skjóta því til dómstóla. " þar sem nemdin er ekki dómari heldur úrskurðarnemd um verk undirstofnanna. sem má síðan fara fyrir dómstóla. ráðherra er yfir nemdini. og ef lög leifa getur nekt ákvörðun nemdarinnar niðurstaðan eflaust sú sama þetta fer fyrir dómstóla en munurinn verður að ekki sami aðili sem kærir og réttaráhrifum verður frestað. gott eða slæmt veit það ekki
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.