8.10.2018 | 10:19
Andsvarið: "Fjörtíu þúsund fífl."
Skoðanaskiptin, sem nú fara fram um umhverfismál jarðarbúa, eiga sér ekki hliðstæðu í mannkynssögunni hvað snertir umfang, stærð og alvöru málsins.
Á sama tíma og haft er eftir einum tugþúsunda vísindamanna heimsins: "Bregðist þið við núna, fábjánar" þar sem hann fórnar höndum yfir því hvernig skammsýnir stjórnmálamenn berja höfði við stein gagnvart óyggjandi staðreyndum um rányrkju helstu auðlinda jarðarinnar og áhrif sívaxandi iðnaðar og neyslu á lofthjúp og náttúru, ríður yfir bylgja aukinna valda manna, sem afgreiða málin í síbylju:
"40 þúsund fífl í París."
"Koldíoxíð í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið minna í sex milljón ár." (Þegar spurt var: Hvaðan hefurðu þessa stærstu frétt dagsins sem þýðir að það þurfi að auka útblástur í stað þess að minnka hann, var svarið: "Ég birti einu sinni mynd af tölum sem sanna þetta")
"Það þarf að ræsa fram mýrarnar" (Ísland) og "höggva skógana og rýma til fyrir landbúnaðarfamleiðslu" (Brasilía).
"Hafísinn í Norður-Íshafinu fer hratt vaxandi og loftslag hratt minnkandi." (Fyrir nokkrum árum voru mér sýndar "réttar myndir" af hafísnum, sem áttu að sanna þetta.)
"Það er nóg af olíu" (Sem sagt lygi, að olían sé takmörkuð auðlind).
"Það þarf að reka óhæfa vísindamenn heimsins og ráða alvöru vísindamenn í staðinn."
"Svokölluð vísindaleg gögn eru allt falsanir og falsfréttir og hluti af allsherjar samsæri gegn áframhaldandi hagvexti og eflingu mannlífs."
"Tölur um hlýnun sjávar í Karíbahafinu eru stórfelldar lygar og falsfréttir. Fellibyljum fer fækkandi og þeir minnka sífellt."
Þegar þjóðir heims voru að jafna sig eftir ófarir Seinni heimsstyrjaldarinnar og reyna að læra af þeim til að skapa heim með skárri lífsmöguleikum hefði mann aldrei órað fyrir þeirri umræðu, sem nú á sér stað.
Bregðist við núna, fábjánar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Ekki veitir af umræðu um umhverfismál.
Nú ert þú af eldri kynslóð en ég, og manst tímana tvenna.
Gæti verið, að ef við hægðum á lífsstíl okkar og neyslu, hefði það áhrif á lotfslagbreytingar ?
Og eitt enn, alltaf þegar ég heyri fólk ræða um umhverfismál og loftslagsbreytingar, mengun sem vð mennirnir erum sagðir valda, þá langar mig oft til að spyrja fólk: " Átt þú börn ? "
Jú, ef það eru við emnnirinir sem vald aþessum hræðilegu breytingum, þá segir það sig sjálft, að því færri sem við eru, því færri vistspor.
Hver nýr einstaklingur mengar, er það ekki rétt ?
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 12:06
Það er miki vesen að finna gamlar bloggfærslur. En ef þú skoðar færslu mína Ómar frá 21.05.2018 þá geturðu séð þetta svart á hvítu. ÞEAS ef þú kærir þig um því þú veist auðvitað allt betur en við hin fíflin?
Halldór Jónsson, 8.10.2018 kl. 13:27
Umhverfismál eins og hlýnun Jarðar á ekki að vera "umræðuefni". Ekki voru afstæðiskenningar Einsteins eða skammtafræði (quantum mechanics) Heisenbergs umræðuefni. Ekki heldur eyðing ósonlagsins. Hlustum á vísindamenn, hlustum ekki á ignoranta sem láta leiðast af banal pólitískum rétttrúnað eða bara fáfræði.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 13:53
Því er spáð að íbúar jarðarinnar verði um 11 miljarðar um næstu aldamót. Þá verða íbúar Íslands kannski nál. einni miljón. Hvernig mun landið líta þá út?
Er ekki offjölgun mannkynsins eitt stærsta vandamál þess? Hvað er gert til þess að taka á því?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 15:07
Barneignir mínar voru hálfri öld, á allt öðrum tíma en nú er. Vandamálið hér í okkar heimshluta er raunar of fáar barneignir.
Ómar Ragnarsson, 8.10.2018 kl. 15:26
Hlálegt er að sjá hvernig maðurinn, sem hefur líklega notað setninguna "40 þúsund fífl í París" oftar en nokkur annar, er að núa öðrum um nasir að nota slíka rökræðu.
Ómar Ragnarsson, 8.10.2018 kl. 15:31
Það er nú lágmark að vísindakenningar hafi forspárgildi. Loftslagsvísindin hafa jafn mikið forspárgildi og stjörnuspeki.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.10.2018 kl. 15:40
Samkv. rannsóknum danska jöklafræðingsins, Jörgen P.Steffensen, á Grænlandsjökli, þá hefur loftslagið þar í 800 þús. ár aldrei verið eins stöðugt og síðustu 11 þús. árin, eða u.þ.b. frá því að akuryrkja hófst á jörðinni
Hve lengi mun þetta loftslagsástand vara og getur maðurinn á einhvern hátt ráðið því?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 17:11
Samkvæmt rannsóknum dönsku veðurfræðistofnunarinnar hefur Grænlandsjökull stækkað tvö síðustu árin og það mun meira en sem nemur rírnun fyrri ára.
Ís á norðurskautinu er einnig bara með meira móti sé miðað við síðustu finn árin.
Það þarf kannski að reka þessa vísindamenn og ráða aðra betri í staðinn?
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 21:02
Hefur Grænlandsjökull stækkað upp á síðkastið? Merkileg fullyrðing og þó sérstaklega hverjir eru bornir fyrir henni. Í plaggi frá DMI (dansk meterolgisk institut) segir orðrétt: "The calving loss is greater than the gain from surface mass balance, and Greenland is losing mass at about 200 Gt/yr." Og þetta plagg er ekkert verulega gamalt, eða frá því í gær.
https://www.dmi.dk/en/groenland/maalinger/greenland-ice-sheet-surface-mass-budget/
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 21:31
Ég hef þetta úr grein í Lifandi vísindum en jökullinn hefur náttúrulega minnkað í sumar.
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 22:33
"Hafísinn í Norður-Íshafinu fer hratt vaxandi og loftslag hratt minnkandi." Og loftslag hratt minnkandi ? Hvað er átt við?
V
Haukur Árnason, 9.10.2018 kl. 03:17
Stundin 8 okt. Um erfðamengi mannsins. Spurnig hvort þetta sé víðar.
"Eftir fjölda ágiskana, sem yfirleitt voru byggðar á einhvers konar rannsóknarvinnu, komust hóparnir að þeirri niðurstöðu að líklegur fjöldi væri milli 25.000 og 50.000 gen. Einhverjir vildu þó halda því fram að þau væru nær 100.000. Það voru því talsverð vonbrigði fyrir marga þegar raðgreiningu lauk og í ljós kom að fjöldinn var sennilega rétt um 25.000 gen.
Haukur Árnason, 9.10.2018 kl. 03:30
Fjörtíu þúsund fíflunum virðist fjölga, dag frá degi.
Göngum vel um Móður Jörð, en látum ekki blekkjast af styrkþegum kolefnisheildsalanna, Al Gore og annara bjálfa. Að ætla sér að stjórna hitastigi Jarðar er svo forgengilega vitlaust, að maður á varla orð. Þeir sem trúa því að rallhálfir opnberir starfsmenn, sem sukkuðu eina helgi í París, á kostnað samborgara sinna, geti stjórnað "termostatinu", eru annað tveggja illa upplýstir, eða skelfilega trúgjarnir. Gott ef ekki kjánar.
Að sjálfsögðu eigum við að menga eins lítið og við getum og virða náttúruna.
Þegar óbilgjarnir viðskiptamógúlar og viðskiptamenn telja heiminum trú um að við stefnum beina leið til helvítis, nema upp sé settur skattur og gjald á almenning, er kominn tími til að staldra við. Er þetta satt, eða hreinar tilgátur, settar fram af leiguþýi kolefnisgjaldaheildsalanna, eða trúverðug vísindi?
Tilgáta er ekki staðreynd!
Er ekki kominn tími til að anda aðeins með nefinu og krefjast sannana, áður en lengra er haldið, í stað þess að láta þessa bábylju dynja á okkur dag hvern?
Bara spyr. Ekki verður úr brímun frekari, í athugasemdum mínum við þessa færslu. Allt "orginal" og ekkert "kópíað eða klístrað".
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 9.10.2018 kl. 03:31
Ómar, ég hef ekki þessa þekkingu sem þið hafið til að bera. En eitt veit ég og það er að Ísland á hvorki að gera meira né minna en aðrir til að draga úr kolefnislosun. Enda án minnsta tilgangs hvað svo sem Íslendingar hugsa um eigið ágæti.
Sumt er reyndar í anda fjörtíu þúsund vitleysinga eða jafnvel fleiri, svo sem eins og framleiðsla á innlendu eldsneyti. Íslendingar eiga einfaldlega að leggja sitt af mörkum til umhverfisins með því að leggja til fé og þekkingu þar sem best nýtist.
Sumt af furðulegsta gróðabralli sem fyrirfinnst tengist kolefnislosun. Gott dæmi er niðurrif og flutningur á orkuverum frá Evrópu til Afríku. Allir standa við alþjóðasamninga; en kolefnislosunin? Ja, hún er bara óbreytt!
EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 9.10.2018 kl. 10:44
Hér áður fyrr, þá gátu illa upplýstir og heimskir katolikkar fengið syndaraflausn, en það kostaði.
Nákvæmlega það sama í gangi núna, en núna eru það fjárglæframenn á heimsskala , eins og Al Gore og George Soros sem ljúga í heimskingjana af öllum kröftum til að fá fé fyrir lítið.
Þetta er ekki bara arðrán heldur skemmdarstarfsemi á heimsmælikvarða.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 9.10.2018 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.