Mikill, fjölhæfur og víðsýnn listamaður og lifskúnstner.

Það er vel, - og löngu tímabært, að tekið sé gott og mikið blaðaviðtal við Örn Árnason leikara, leiðsögumann rútubílstjóra og ýmislegt fleira.

Alveg frá því að hann kom fyrst fram og sló í gegn á sviði, hefur hann verið í miklum metum hjá mér og ekki skemmdi fyrir að faðir hans var fyrsti herbergisfélagi míns sem 12 ára drengs að stíga sín fyrstu spor á fjölum atvinnuleikhúss og veitti mér dýrmætan stuðning og vináttu. 

Örn og Bessi heitinn Bjarnason áttu það sameiginlegt að ráða yfir yfirburða tækni sem leikarar, en auk þess gátu þeir leikið allar tegundir hlutverka, þótt gamanleikshæfileikarnir yllu því að þeir fengu kannski ekki nógu mörg "alvarleg" hlutverk.

Á leiksviði getur það, sem sýnist vera smámunir, eins og "kúnstpásur" (þagnir) og "double-take", virst vera aukaatriði, en þetta er þveröfugt.

Það er auðvelt að ræna snjöll tilsvör mætti sínum með ómarkvissri tækni hvað snertir líkamshreyfingar, svipbrigði, tjáningu auk raddbeitingar og raddbrigða og beitingu hraða og tækni, sem styrkir persónusköpun og áhrif túlkunar leikarsins.

Þar geta sekúndubrot og sentimetrar haft úrslitaáhrif, og sumum veitist erfiðara að læra þetta en öðrum.

Leikarar með þessa vandasömu tækni á valdi sínu eru oft bestu leikararnir. 

Örn er yndisleg persóna eins og hann á kyn til og hefur alla tíð verið mér afar kær.

Það er að verðleikum að varpa ljósi á slíka menn, sem hafa svo margt til brunns að bera og geta miðlað svo miklu. 

   

 

 


mbl.is Ferðamenn vilja tékka í boxin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband