15.10.2018 | 08:20
Smá snurfus.
Donald Trump virðist draga aðeins í land í viðtali sínu við 60 mínútur um ýmis álitamál, og svo er að sjá að hann dragi ekki lengur í efa hlýnun loftslags og minnkun jökla eins og heitir aðdáendur hans hér á landi og erlendis gera.
Þeir halda áfram fram að Grænlandsjökull stækki en minnki ekki og má segja um það og fleira, að í því séu þeir kaþólskari en páfinn.
Áfram heldur Trump þó í það sem sumir bloggarar hafa kallað "40 þúsund fífl í París" og hefur ekki dregið til baka ýmis ummæli sín um loftslagsvísindamenn.
Ummæli hans um heim á barmi nýs Kóreustríðs daginn áður en hann tók við embætti vekja athygli og hann virðist ætla að halda því áfram í Hvíta húsinu að reka menn og ráða í óða önn.
Sakar vísindamenn um pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér áður fyrr voru vísindamenn sakaðir fyrir trúvillu (heresy), í dag fyrir pólitík.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.10.2018 kl. 11:17
https://samnytt.se/brorson-till-militanta-islamismens-ledare-vann-valet-at-s-jag-hatar-judar/
Trúvilla og pólitík haldast í hendur.
Hér er mjög gott dæmi um hugsunarhátt krata í Svíþjóð.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 15.10.2018 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.