Smá snurfus hjá Trump.

Donald Trump virðist draga aðeins í land í viðtali sínu við 60 mínútur um ýmis álitamál, og svo er að sjá að hann dragi ekki lengur í efa hlýnun loftslags og minnkun jökla eins og heitir aðdáendur hans hér á landi og erlendis gera. 

Þeir halda áfram fram að Grænlandsjökull stækki en minnki ekki og má segja um það og fleira, að í því séu þeir kaþólskari en páfinn. 

Áfram heldur Trump þó í það sem sumir bloggarar hafa kallað "40 þúsund fífl í París" og hefur ekki dregið til baka ýmis ummæli sín um loftslagsvísindamenn. 

Ummæli hans um heim á barmi nýs Kóreustríðs daginn áður en hann tók við embætti vekja athygli og hann virðist ætla að halda því áfram í Hvíta húsinu að reka menn og ráða í óða önn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Þeir halda áfram fram að Grænlandsjökull stækki en minnki ekki og má segja um það og fleira, að í því séu þeir kaþólskari en páfinn""

Grænlandsjökull hefur bæði stækkað og minkað á sögulegum tíma, hann er til dæmis stærri núna en fyrir 1000 árum en minni en hann var fyrir 200 árum. Þetta er nokkuð sem flestir skárri vísindamenn vita.

Sá sem trúr því að Grænlandsjökull hafi bara minkað frá því hann varð til getur hinsvar ekki útskýrt hvernig hann varð stór nem með kenningunni um að Guð hafi skapað himin og jörð..........

Guðmundur Jónsson, 15.10.2018 kl. 12:10

2 Smámynd: Hörður Þormar

Grænlandsjökull er örugglega stærri heldur en þegar hann var minnimoney-mouth.

Hörður Þormar, 15.10.2018 kl. 12:20

3 Smámynd: Haukur Árnason

Eru einhverjar deilur um loftlagsbreytingar ? Er ekki deilt um hvort þær stafi af mannavöldum eðe ekki ?

Haukur Árnason, 15.10.2018 kl. 14:01

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar þú verður að viðurkenna að að heimskautaísinn er að stækka nema þú sért enn RÚV maður sem sína 2015 ísmyndunina í síðustu loftslagsáróðurs frétta myndinni on uppí horni á NASA ískortinu sást skýrlega 2015. Láttu vita ef þú vilt að ég finni þetta fyrir þig. 

Valdimar Samúelsson, 15.10.2018 kl. 17:29

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar svo var frétt frá RÚV fyrir 2017 sem sagði að Ísinn væri næst minnstur í stað að segja að ísinn væri stækkandi sem hann var og er enn að stækka.Hversvegna látið þið ú svona við almenning. 

Valdimar Samúelsson, 15.10.2018 kl. 17:33

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar vertu sanngjarn hér er ísinn sýndur frá vori 2018 þar til núna.

Hann var byrjaður að aukast 2015 svo lygar RÚV eru það sem þeir vilja segja fólki.

https://youtu.be/pyIdwDbtcGs

Valdimar Samúelsson, 15.10.2018 kl. 18:29

7 identicon

Axel Pétur virðist eiga sér hálfbróður.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.10.2018 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband