19.10.2018 | 08:45
Einn af kostum krónunnar; tafarlaus kjaraskerðing?
Það gildir svipað um krónuna okkar og breytingar í veðrinu, að það sem einum finnst hagfellt, þykir öðrum verra.
Þegar efnahagshrunið dundi yfir 2008 var auðveldara fyrir Íslendinga að skella á tafarlausri kjaraskerðingu almennings til að láta hann taka á sig óhjákvæmlegt tap í gegnum gengisfellingu, krónunnar, snarhækkað verð á innfluttum vörum og stórhækkaða vexti, heldur en hjá þjóðum, sem voru bundnar við evruna og gátu því ekki notað jafn svínvirkandi meðal og sveifla minnsta gjaldmiðil heims er.
Nú virkar gengisfellingin þannig að sumir hagnast en aðrir ekki.
Ferðaþjónustan og útflutningsfyrirtæki hagnast á því að verða samkeppnisfærari á erlendum markaði, en launafólk tapar á hækkuðu vöruverði og sér fram á hækkun afborgana af lánum og rýrnun kaupmáttar, sem aftur fyllir marga svartsýni vegna aukinnar hörku og óvissu í komandi kjarasamnningum.
Já, svona er Ísland í dag, myndi Jón Ársæll líklega orða það.
Icelandair taldi gengið ósjálfbært | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er Seðlabankinn sem ræður genginu og virðist hafa tekið þá stefmu að binda (peg) krónuna við Evruna, þótt ég hafi aldrei séð neina yfirlýsingu um slíka stefnu. Kannski má ekki segja frá því, en það er svo margt leyndó á skerinu. En stundum gefast þeir upp á því, eins og hefur verið að gerast. Og þá kemur að því að þeir grípa inn í gang mála með því að kaupa krónur með verðmætum gjaldeyri. Í gærmorgun kom þetta skýrt í ljós. Það fyrsta sem Már Guðmundsson og kollegar hans í SÍ gerðu eftir að hafa skriðið fram úr bælinu og farið í sturtu var að kaupa krónuræfilinn, líklega mörg hundruð milljónir. Vonlaust spil, krónan er ónýt, nema fyrir braskara sem nota hana til að eignast gjaldeyri á reikningum erlendis. Eins og til dæmis Bjarni Ben og Júlíus Vífill, sem eiga slíka reikninga hjá Júlla Bear í Sviss. Já, krakkar, "það er flókið að eiga peninga á Íslandi, en einhversstaðar verða þeir að vera."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2018 kl. 12:26
Íslenska krónan er náttúrulega búin að vera fáránlega sterk a.m.k. síðustu þrjú árin og veiking hennar er því kærkomin leiðrétting fyrir þá sem vit hafa á.
Nú er fremsti jafnaðarmaður Íslands (krónan) að leiðrétta hagkerfið með sem minnstri röskun og kostnaði. Leiðréttingin felst í að færa hagkerfið úr neysluhagkerfi (sem endar bara með gjaldþroti eins og 2008) og meira yfir í framleiðslu og útflutningshagkerfi sem er miklu heilbrigðara og hagfelldara til lengri tíma.
En viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar virðist ætla að verða á þá leið að skaða launþega og almenning í landinu sem mest.
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 19.10.2018 kl. 13:10
Þú mátt velja Ómar milli almenns atvinnuleysis eða launalækkunar vegna fallandi gengis.Grísku eða spánsku leiðarinnar eða það atvinnustig sem við höfum. Þið evrópusinnar mynduð líklega velja Evruna og atvvinnuleysið.
Halldór Jónsson, 19.10.2018 kl. 13:15
Gleymdur er nú gróðinn sem almenningur hafði af of háu gengi krónunnar.
Enda var hann að öllum líkindum "óverðskulduð" afleiðing lélegrar fjármagnsstýringar Seðlabanka og stjórnvalda.
Þegar krónan kemur svona niður úr neysluvænum hæðum hágengisins þá láta menn eins og hún sé ónýt og nú skuli sótt um aðild að evru og esb.
Þó er krónan síðustu mánuði og ár búin að dæla verðmætum í vasa neysluglaðra Íslendinga frá m.a. útgerðini í margfalt meiri mæli en nokkurt veiðigjald myndi nokkurntíman skila.
En það er auðvitað ekki hægt að halda sér lengi uppi á hárinu einusaman.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.10.2018 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.