Ekki fylgst með þróun hjólbarða?

Þeir, sem ábyrgð bera á ástandi stíga, gatna og vega, virðast oft vera sofandi fyrir því hvernig hjólbarðar hafa þróast síðustu árin. 

Margir virðast halda, að sístækkandi felgur, til dæmis á jepplingum, geri þá bíla betri á torfærum slóðum og vegum, en gæta ekki að því, að felgustærðin segir ekkert um það hve hátt er frá yfirborðinu upp í felguna. 

Dekk af stærðinni 195/80 x 15, þar sem 195/80 er breidd dekksins í mm og /80 er hlutfall breiddar og hæðar dekksins, og 15 tákna ummál felgu, þetta dekk er til dæmis með hærra frá jörðu upp í felgu heldur en dekk af stærðinni 275/45 - 21. 

Ástæðan er sú að hæð dekksins er 156 mm á 15 tommu dekkinu, en aðeins 124 mm á 21 tommu dekkinu. 

Og til eru bílar með dekk af stærðinni 185/40 - 16, sem þýðir að hæðin á dekkinu frá vegi upp í felgu er aðeins 74 millimetrar, og þegar tekið er tillit til bælingar dekksins o.fl. verður raunveruleg hæð aðeins rétt rúmir 50 mm, sem er aðeins tvær tommur. 

Aðeins tveggja tommu há skörp brún heggur því svona dekk auðveldlega í sundur ef ekið er á fullri ferð á hana. 

Snemmsumars var verið að fræsa nokkrar götur á hjólaleið minni, og skildu verktakar eftir sig hvassar brúnir án þess að aðvara á nokkurn hátt eins og þó er stundum gert þegar um er að ræða bíla. 

Fjöldi hjólreiðafólks sprengdi dekkin á þessum ómerktu brúnum og var ég á meðal þessara hjólreiðamanna, sem þessi óvænta hindrun kom í opna skjöldu. 

Svo hvassar voru þessar brúnir, að það varð að stöðva hjólin helst alveg og læðast upp á þær, einkum á hjólum með mjög þunnum dekkjum. 


mbl.is Átta hjólbarðar sprungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband