"Andinn frá Höfða" víkur fyrir illindum og yfirtroðslu.

Hegðun leiðtoga Bandaríkjamanna og Rússa í alþjóðamálum er eins og blaut tuska framan í okkur Íslendinga, sem létum 1986 þáverandi leiðtogum þessara þjóða í té fundarstað með jákvæðum straumum í Höfða. 

Riftanir, upphlaup, hefndarhugur, refsiaðgerðir, hringlandaháttur og tuddaskapur Bandaríkjaforseta kallast nú á við undirferli, hernaðarbrölt, einræðistilburði, hótanir, hefndarhug og skemmdarverkastarfsemi í net- og tölvuheimum nútímans. 

Sjá nánar næsta bloggpistil á undan þessum. 


mbl.is „Hættulegt skref“ að rifta samkomulaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Auðvitað skellirðu öllu Trump en gefur engan gaum að því hvort Rúusar kunni að hafa brotið á Bandaríkjamönnum.Einhliða óvinskapur í garð bandaríkjamanna er þér lítt til sóma Ómar.

Halldór Jónsson, 21.10.2018 kl. 15:09

2 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar og Halldór Verkfræðingur !

Það má í rauninni: teljast þakkarvert mjög, að Valdimar Valdimarsson Pútín, skuli fara fyrir þessu lang stærsta ríki veraldar, en ekki einhver skjóthuga og fljótfær skussi, sé mið tekið af stigmögnun ögrana NATÓ og ESB í garð Rússa, þessi misserin.

Rússar - áttu sér viðlíka leiðtoga á 13. öldinni, sem var Alexander Nevský Hersir og Prinz af Novgorod (uppi 1221 - 1263), sem átti við innrásir Þjóðverja að etja úr vestri / líkt: og langfrænda minna Mongóla, úr austri og bar sigurorð, af þeim hvorutveggju, á einstakan máta.

Það má furðulegt telja reyndar: að NATÓ skyldi ekki vera lagt að velli, um það leyti, sem Varsjárbandalag þáverandi Sovétríkja og leppríkja þeirra leystizt upp í frumeindir sínar góðu heilli, árið 1991.

Eða - hvað réttlætir tilvist NATÓ í dag, piltar ?

Vonum bara: að Donald Jóhannesi Trump auðnizt sú gæfa, að endurskoða fljótfærnislegar ákvarðanir sínar, sem að öðrum kosti geta haft hinar alvarlegustu afleiðingar, þó svo kjánum: eins og Jens litla Stoltenberg hjá NATÓ, svo og Angelu nokkurri Merkel og söfnuði hennar hjá ESB hlaupi kapp í kinn stríðsæsinganna, við þessi alvarlegu tíðindi.

Nóg er nú samt við að kljázt - í veröldinni, fyrir.

Með beztu kveðjum: sem oftar og fyrri, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2018 kl. 16:29

3 identicon

....

Alexander Nevsky, Russian School 19th-20th century.jpg

St. Alexander Nevský         1221 - 1263

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2018 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband