Einu sinni sogaðist flugstjórinn út.

Já, rúða í flugstjórnarklefa er ekki eins og rúða í stofuglugganum. Það er ekki að ástæðulausu sem flugstjórnarklefarúðurnar eru með mörgum lögum, því að ef þær brotna, getur það haft miklar afleiðingar ef þotan er í mikilli hæð vegna þrýstingsmunarins úti og inni. 

Þetta kom vel ljós í alvarlegu flugatviki í Bretlandi þegar framrúðan á ská fyrir framan flugstjórann losnaði og spýttist út og flugstjórinn sogaðist á eftir henni en festist í glugganum. 

Neyðarástand skapaðist að sjálfsögðu í flugvélinni þar sem gríðarlegt loftsog myndaðist við það að glugginn var án rúðunnar og á tímabili leit út fyrir að engin leið væri að stjórna vélinni. 

Aðstoðarflugstjóranum tókst loks að ná stjórn á vélinni og dýfa henni niður í aðflug, en allan tímann var flugstjórinn fastur í glugganum. 

Hann lifði atvikið af, en það og fleiri flugatvik af þessu tagi sýndi vel hve mikilvægt er að gluggarnir þoli þann mikla þrýsting á þá innan innan frá sem myndast í mikilli flughæð.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ekki eins og rúða í stofuglugganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband