Assad getur ekki leyft lýðræði.

Það virkar barnalegt að halda að Assad Sýrlandsforseti muni líða það að haldnar verði frjálsar kosningar í landinu.

Hann er af kynþætti, sem er í mjög miklum minnihluta í landinu, og hefur verið staðinn að því að svífast einskis til að halda völdum, til dæmis með því að beita efnavopnum á landa sína líkt og Saddam Hussein gerði í Írak á sínum tíma. 

Saddam Hussein var fulltrúi Súnní-múslima í Írak, sem voru í minnihluta í landinu, en þó ekki í nærri því eins miklum minnihluta og kynþáttur Assads er. 

George Bush eldri lagði ekki í það að halda áfram herför alþjóðaheraflans til Bagdad þegar sigrast hafði verið á her Saddams vegna þess, að ráðgjafar hans ráðlögðu honum frá svo tvísýnu hættuspili. 

Sonur hans hafði því miður ekki vit á að fylgja stefnu föður síns. 


mbl.is Vilja binda enda á átökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Ómar

Það er ekki rétt hjá þér, því að hann Assad karlinn hefur leyft kosningar osfrv., en þetta hefur ekkert að gera með kosningar og lýðræði, heldur hvað stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ísrael vilja með skipta Sýrlandi upp, rétt eins og þeir vilja skipta upp Írak og Líbýu.

KV. ÞorsteinnImage may contain: 1 person, smiling, text that says '

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.10.2018 kl. 19:21

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image may contain: 1 person, text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.10.2018 kl. 19:22

3 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

No automatic alt text available.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 28.10.2018 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband