Meiri ástæða til að hafa áhyggjur af 500 megavatta gufuaflsvirkjun.

Í Krýsuvík er helsta óvirkjaða hverasvæði Reykjanesskagans. Meðal erlendra ferðamanna er stór markhópur fólks, sem kemur í stutta tveggja til þriggja daga ferð til landsins, til dæmis á ráðstefnur, en hefur ekki tíma til að fara Gullna hringinn. 

Með slíkt fólk fer ég stundum leið, sem ég kalla Silfurhringinn. Ómissandi þáttur í slíkri ferð er að stansa í Krýsuvík. 

Mér til fróðleiks gúgglaði ég virkjanaáform í Krýsuvík og sá, mér til mikillar undrunar, að þar sé á blaði hvorki meira né minna en næstum tvöfalt stærri virkjun en á Hellisheiði, hvorki meira né minna en 500 megavött. 

Þetta hefði svosem ekki átt að koma á óvart þegar þess er gætt að í upphafi var talan 28 megavött sett á Reykjanesvirkjun og gert ráð fyrir 50 ára endingartíma. 

Slíkur endingartími er að sjálfsögðu ekkert annað en rányrkja, svipað og 50 ára endingatími olíulindar eða kolanámu. 

En, viti menn, fljótlega var komin fram fimm sinnum stærri virkjun, 150 megavött!  

Á endanum var dregið aðeins úr skammtímagræðginni og farið niður í hundrað, sem augljóslega felur í sér grimma rányrkju. 

Og komið hefur í ljós að svæðið í heild sígur stöðugt, svo að sjór gengur á land í Staðarhverfi fyrir vestan Grindavík og nýjar borholur skila ekki afli. 

Í örvæntingu ætlar HS Orka að tappa af Eldvörpum og stytta með því endingartímann og á sama tíma að fara í Hvalárvirkjun, sem mun senda rafmagn inn á landskerfið og ekki gagnast Vestfirðingum eins og gumað er af heldur verða notað til að bæta upp orkutapið hér fyrir sunnan. 

Örvæntingarfullir menn eru vísir til örþrifaráða, og talan 500 megavött í Krýsuvík sýnir, að þessir menn hafa verið og eru enn gersamlega firrtir. 

En fá gæðastimpil frá Landsvirkjun í flenniauglýsingu í Leifsstöð þar sem því er haldið fram upp í opið geðið á öllum, að öll íslensk orka, "100%" sé endurnýjanleg.  


mbl.is „Ekk­ert sem maður hef­ur áhyggj­ur af“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband